Skírnir - 01.04.2011, Page 84
82
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
snúið aftur á vígvöllinn á hverju kvöldi og vakið stríðsmennina upp
frá dauðum. Öðruvísi getur hann ekki horfst í augu við það sem
gerðist. Þörfin fyrir að lífga liðsfélaga sína við sprettur greinilega af
sektarkennd þess sem lifði af.
Máni bróðir hans er einnig þjakaður af sektarkennd, nánast
lamaður, en í hans tilfelli er um annars konar sektarkennd að ræða.
Hún birtist í algeru getuleysi og firringu sem rekja má til þess að
ísland hefur látið hernema sig án nokkurs viðnáms sem heitið getur,
að það hagnast á hernáminu meðan milljónir manna þjást og deyja
og síðast en ekki síst má rekja það til þess að honum tekst ekki að
finna leið til að bregðast við því. Jafnvel áður en landið er hernumið
hættir hann að geta ort ljóð. Honum óar hernámið en hann aðhefst
ekkert. Hann gengur um götur, reiður og gramur, í leit að leið til að
spyrna við fótum, gera eitthvað uppbyggilegt:
heimsstríðið varð von bráðar að sálarstríði í brjósti þessa unga manns. ...
Ekkert var ömurlegra en standa þannig álengdar, heyra bergmálið af
drunum og kveini hildarleiksins, og geta ekkert aðhafzt. ... allt hið gamla
fékk nýtt innihald og rann saman við hina yfirþyrmandi hljómkviðu vopn-
anna. (106-107)
Unnustan segir honum upp vegna þess að hann fjarlægist hana smátt
og smátt og vegna þess að hún skilur ekki af hverju hann er stöðugt
svona firrtur og gramur. Kveðjuorð hennar virðast fela í sér skír-
skotun til getuleysis: ,,[É]g er ekki fær um að umgangast draum-
óramenn, sem berja höfðinu við steininn,“ segir hún honum. „Ég er
bara venjuleg kona og þrái blátt áfram heilbrigðan karlmann sem
tekur hlutina eins og þeir eru“ (112). Sektarkenndin rekur Mána
loks til þess að veita mótspyrnu með þeim afleiðingum að öðrum er
stungið í fangelsi sem gerir illt verra. Að lokum tekst honum að láta
handtaka sig og flytja til Bretlands. Þannig þjáist Haraldur af sektar-
kennd af völdum stríðs, en aftur á móti rekur sektarkenndin Mána
í stríð.
Brynjólfur er líka þjakaður af sektarkennd þegar líður að lokum
bókarinnar, en hana má rekja til iðrunar yfir framkomunni við dótt-
urina. Sú fræðilega umfjöllun sem Verndarenglarnir hafa fengið á
síðari árum hefur nánast eingöngu beinst að kvenpersónunum