Skírnir - 01.04.2011, Page 85
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
83
(Kristinn Kristjánsson 1983 og 1984; Sigþrúður Gunnarsdóttir
1999). Þetta þarf ekki að koma á óvart því að Verndarenglarnir er
fyrsta skáldsagan sem fæst með afgerandi hætti við „ástandið".
Þróun bókmenntalegrar orðræðu og umfjöllun um „ástandið“ í
eftirstríðstextum kann að hafa dregið athygli gagnrýnenda frá því að
þemað er enn á floti og ekki alveg jafn svarthvítt og í seinni verkum.
Vissulega einkennist skáldsagan af karllægu sjónarhorni sem álítur
konur óáreiðanlegar, þær stjórnist af hvötum og tilfinningum og
séu eftirbátar karla hvað siðferði og vitsmunum viðvíkur. Og vissu-
lega endurspegla viðbrögð Brynjólfs við aðstæðum dóttur sinnar
almenningsálitið og orð hans eru endurómur af umræðunni um
„ástandið“. I tveimur köflum er framkoma hans við hana þó for-
dæmd, í kaflanum „Ritað á jörðina", þar sem álit almennings á
Emblu er tengt alræmdu bréfi Vilmundar Jónssonar landlæknis,
„ástandsskýrslunni" svokölluðu (312)13, og í kaflanum „Óvinnan-
leg borg er vor guð“, þar sem Brynjólfur tjáir sorg sína og iðrun, illa
haldinn af ,,óbærileg[ri] sektartilfinning[u]“ (326) og „stendur yfir
rústum hugsjóna [s]inna“ (327). Að lokum viðurkennir hann fyrir
sjálfum sér að hugsjónirnar sem hann réttlætti meðferð sína á Emblu
með, eru þær sömu og valda stríðum: „Nú sá hann, að einmitt
þessar hugsjónir höfðu alla tíma verið notaðar til réttlætingar styrj-
öldum — einnig þeirri styrjöld, sem nú geisaði og orðið hafði svo
nærgöngull örlagavaldur Miklabæjarfjölskyldunnar" (327). I kvöl
sinni og örvæntingu verður honum leitað til guðsins sem hann hefur
löngum fordæmt fyrir miskunnsemi sína. Þegar upp er staðið er það
kristinn kærleikur sem verður ofan á.
Höfundurinn leyfir Haraldi að hefna sín á Bretum sem hvað eftir
annað eru sagðir heimsvaldasinnar og yfirgangsseggir. I æði drepur
Haraldur son Emblu, heldur það vera í umboði Breta sem brugðust
sjálfboðaliðasveitunum á Spáni svo herfilega. Þegar rennur upp fyrir
honum hvað hann hefur gert, verður honum svo mikið um að hann
veldur sér skaða á heila auganu. Þegar bráir af honum og hann fer
13 Sjá t.d. Dagnýju Kristjánsdóttur 2006: 428^129; Eggert Þór Bernharðsson 1996:
14-15; og Gunnar M. Magnúss, II, 1947: 620-624, þar sem texti upphaflega bréfs-
ins er tilfærður.