Skírnir - 01.04.2011, Page 86
84
DAISY NEIJMANN
SKÍRNIR
að ráma í það sem gerðist í orustunni er hann orðinn varanlega
blindur og enn á skjön við tímann því nú man hann ekki lengur
hvað gerðist að stríðinu loknu. I vissum skilningi skiptir hann ein-
um skaða út fyrir annan, hvor tveggja tilkominn vegna stríðs og
sektarkenndar, og er ófær um að samþætta sitt gamla og nýja sjálf.14
Og það eru tár hans og tóm augu sem mynda niðurlag bókarinnar.
Þannig má halda því fram að tráma, sektarkennd, skömm, afneitun
og iðrun séu byggingarefni textans, eins og hversdagsins í hinu her-
numda landi sögunnar.
Sektarkenndin og skömmin sem einkenna gjarnan siðferðilega
landslagið í hernumdu landi geta ekki einungis af sér iðrun heldur
kunna líka að ala á tortryggni og heiftarhug. Eins og áður sagði
hefur fræðileg greining á „ástandinu" leitt í ljós að í íslenskum her-
námssögum ríkir ásökunartónn sem talið er að megi lesa sem ígildi
sektarkenndar — leitarinnar að blóraböggli. „Draumur til kaups",
Móðir Island og Snorrabraut 7 virðast allar staðfesta það. I þeim
ríkir tortryggni og afneitun, þar er það sem telst vera óþjóðholl og
siðlaus hegðun fordæmt og samborgarar gerðir að skúrkum, „þetta
andskotans ekki sen íslenzka hýenukyn", eins og Steindór í Móður
Islandi kallar þá (139). I textunum er ekki að finna greiningu á eðli
sektarkenndar eða hvötum ákærenda eða ákærðra; öllu heldur eru
ákærendur gerðir að hetjum og hugsjónir þeirra og gildi verða
grundvöllur andspyrnu. Þeir verða andspyrnuhetjurnar í íslenskum
hernámsbókmenntum.
I Móður Islandi leiðréttir Guðrún siðferðileg og menningarleg
valdahlutföll í samskiptum sínum við hermennina og verður að
bjargvætti íslenskrar æsku sem óvinurinn er í þann mund að spilla.
I „Draumi til kaups“ fordæmir sögumaðurinn Þorbjörgu sem
siðferðislega veiklundaðan gullgrafara sem vanti ekki mikið upp á að
verða íslenskur kvislingur, föðurlandssvikari sem reyni að þröngva
sínum vesæla eiginmanni til að lúta vilja sínum — það hentar sögu-
manni að gera lítið úr því hvað eiginmaðurinn var léleg fyrirvinna
14 Snar þáttur í stríðstráraa er að mæta framandlegum hluta sjálfsins, ekki síst þeim
sem drepur aðra og þar með ímyndina um sjálfið sem afurð friðartíma. Haraldur
og Máni eru á meðal fárra íslenskra persóna í hernámssögum sem gerast hermenn
og þar með drápsmenn (Stonebridge 2009: 197).