Skírnir - 01.04.2011, Page 87
SKÍRNIR
ÓBOÐINN GESTUR
85
(„Hefur hún ekki jafnan aflað heimilinu megintekna með saumum
og þvottum...") og að hann skyldi ekki amast við því þótt komið
væri fram við konu hans sem húsgagn („Og hvenær hafa vinir hans
litið öðruvísi á hana en sem húsgagn hans...“; 325). I Snorrabraut 7
reynist flestum sem Dagrún og Baldur eiga samskipti við vera ábóta-
vant í siðferðilegum efnum, eru ýmist kaldir og ágjarnir eða beinlínis
siðlausir skúrkar. I greiningu sinni á Móður Islandi heldur Kristinn
Kristjánsson því fram að Guðrún sé í rauninni óheppileg fyrirmynd
vegna þess að hún fyrirlítur annað fólk og nútímann. Þetta mat
mætti líka yfirfæra á hina textana tvo: Sú almenna tilhneiging að
ásaka og tyfta opinberlega í formi fordæmingar grefur undan aðal-
persónunum sem fyrirmyndum í siðferðilegum efnum, holdgerv-
ingum þeirra gilda sem textinn heldur á lofti. Þess í stað verða
textarnir að íhugunum um líf í herteknu landi, um ringulreiðina,
fátið og vinslitin sem leiddu til örvæntingarfullrar leitar að siða-
reglum. Persónurnar festast að lokum í vítahring, innikróaðar í
svartnætti blindunnar (Verndarenglarnir), í bakherbergi („Draumur
til kaups") eða í fortíðinni (Móðir Island), og textarnir bjóða ekki
upp á neina útgönguleið. Einungis í Snorrabraut 7 er aðalpersón-
unum gert kleift að láta draum sinn rætast, en þó í afskræmdu formi
nútímans.
9
Það má því líta svo á að ásökunartóninn sem er svo ríkjandi í ís-
lenskum hernámsbókmenntum sé staðgengill sektarkenndar og
jafngildi afneitun á ábyrgð og umboði. Það sem einkennir kannski
helst aðalpersónur þeirra verka sem hér hafa verið til umfjöllunar er
getuleysi og aðgerðaleysi. Þrátt fyrir vandlætinguna eru þær und-
arlega óvirkar, andspyrna þeirra gegn hernáminu og breytingunum
sem því fylgdu birtist einkum í ásökunum og fordæmingu. Þetta má
túlka sem leið til að stilla sér upp sem fórnarlambi. Persónurnar taka
sér — og því íslandi sem þær eru fulltrúar fyrir — stöðu sem fórnar-
lömb innrásar, hernáms og nýrra tíma; fordæma þetta síðan allt.
Einungis í Verndarenglunum, þar sem lögð er áhersla á sektarkennd
og iðrun, vottar fyrir vissri sjálfsgagnrýni og sjálfsíhygli hjá aðal-