Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 91
JÓN KARL HELGASON
„Þú talar eins og bók, drengur"
Tilraun um meðvitaðan skáldskap
Fimmtudaginn 8. nóvember árið 1945 frumsýndi Leikfélag
Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit í Iðnó, nútímasatíruna Uppstign-
ingu í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Hann fór jafnframt með hlutverk
aðalpersónunnar, séra Helga Þorsteinssonar. Töluverð eftirvænting
ríkti meðal áhorfenda í salnum þetta kvöld en hún helgaðist af því
að nafn höfundarins var á huldu. Brynjólfur Jóhannesson, formaður
Leikfélagsins, hafði ekki látið það uppi þegar hann kynnti verk-
efnaskrá vetrarins í lok september heldur einungis fullyrt „að hér
væri um óvenjulega snjallt leikrit að ræða".1 Síðar hafði komið í ljós
að dulnefni höfundarins væri H.H. en samkvæmt leikskránni vísaði
sú skammstöfun til einnar aukapersónu leikritsins, Hæstvirts Höf-
undar, sem Haraldur Björnsson lék. Meðal annarra aukapersóna var
leikhússtjórinn en þar lék Brynjólfur Jóhannesson sjálfan sig. Har-
aldur og Brynjólfur stigu fram á sviðið í fjórða þætti til að telja
Lárus Pálsson á að halda sig við rullu séra Helga en á því hafði orðið
misbrestur. „Heyrðu Lárus, nú er nóg komið. Við erum öll búin að
hlæja að þessari fyndni þinni, að þú skyldir neita að leika áfram, eins
og höfundurinn ætlast til, og taka sjálfur við og yrkja betur,“ sagði
leikhússtjórinn. „Áhorfendurnir fara að verða óþolinmóðir. Rank-
aðu nú við þér!“2 Hæstvirtur Höfundur sýndi uppreisn Lárusar
1 ,,„Uppstigning“, nýtt íslenzkt leikrit." 1945. Ég vil þakka Daisy L. Neijmann,
Ernu Erlingsdóttur, Halldóri Guðmundssyni, Hauki Yngvarssyni, Hermanni
Stefánssyni, Sveini Yngva Egilssyni og Þorvaldi Kristinssyni yfirlestur á þessari
grein og góðar ábendingar á meðan hún var í smíðum.
2 Sigurður Nordal 1946: 126-127. í prentaðri gerð stendur nákvæmlega: „Heyrðu
N. N. — nafn leikarans, semfer með hlutverk séra Helga, — nú er nóg komið."
Vitnað verður til þessarar heimildar hér eftir með blaðsíðutali innan sviga í megin-
máli.
Skímir, 185. ár (vor 2011)