Skírnir - 01.04.2011, Side 92
90
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
meiri skilning en varaði við afleiðingunum. „Þú mátt búast við, að
sumar persónurnar, sem áttu að leika með þér í fjórða og fimmta
þætti, sitji um þig eins og fjandinn um sál“ (135).
Það skammhlaup sem þarna varð milli persóna, leikenda og
stjórnenda sýningarinnar vakti verðskuldaða athygli og því var al-
mennt vel tekið, a.m.k. af þeim sem skrifuðu um leikritið í dagblöðin.
Gagnrýnandi Tímans sagði að tilkoma Haraldar og Brynjólfs á
sviðinu væri „meðal hinna skemmtilegu og nýstárlegu tiltækja í
þessum leik“ og Hímaldi, gagnrýnandi Vísis, hrósaði höfundi fyrir
að fara „inn á nýjar brautir í formi, — brautir, sem hætt er við að
margir kunni ekki við í fyrstu, en svo er oft um ýmsa nýbreytni,
sem er merkileg og markar tímamót".3 Ragnar Jóhannesson, sem
fjallaði um sýninguna í Alþýðublaðinu, taldi sömuleiðis víst að
fjórði þátturinn yrði umdeildur, enda kynni „sumt þar að orka tví-
mælis. Sumum finnst það e.t.v. óþarfa umstang, þegar Hæstvirtur
höfundur snýr sér að ákveðinni konu á 7. bekk niðri í salnum, en
hún sprettur upp og svarar fullum hálsi.“ En Ragnari þótti þetta vel
til fundið, enda væri þetta ekki gert „til þess að valda óþarfa undrun
eða bægslagangi í leikhúsinu. Þetta leikbragð eykur einmitt áhrif
ádeilunnar sem nær hámarki sínu á þessu stigi leiksins, gerir hana
berorðari og persónulegri, færir hana nær áhorfendum sjálfum."4 5
Næstu vikur hélt dulnefni höfundarins áfram að vekja forvitni
meðal bæjarbúa í Reykjavík. „Það er leyndarmálið mikla þessa dag-
ana, vart minna talað um það en umleitun Bandaríkjanna og enn
minna vitað um það,“ sagði í Vísi? Þar kom líka fram að sumir
frumsýningargestir hefðu gert „það upp á grín, að vinda sér að
kunningja og þakka honum fyrir leikinn“.6 Vitanlega voru ýmsar
tilgátur uppi um efnið og þær ástæður sem höfundur kynni að hafa
fyrir því að dyljast; einhverjum þótti þetta pukur vera hallærislegt
og bera helst vott um heigulshátt.7 Ragnar Jóhannesson sagði hins
3 „Nýr leikur — Uppstigning." 1945; „Hugdettur Hímalda.“ 1945.
4 Ragnar Jóhannesson 1945.
5 „Bergmál." 1945.
6 „Hugdettur Hímalda.“ 1945.
7 Byggt á samtali við konu sem sá verkið á sínum tíma og man vel eftir umtali fólks
um það.