Skírnir - 01.04.2011, Side 93
SKÍRNIR „ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR" 91
vegar líklegt „að huliðshjálmurinn, sem höfundur þessa nýja leikrits
hefur brugðið yfir sig, geti hjálpað fólki til að losa sig um stund við
manngreinarálit og klíkusjónarmið og til þess að reyna að dæma
leikritið með sanngirni og eftir beztu getu“.8 Menn voru líka al-
mennt sammála um að það væri óþarft „fyrir höfundinn að fara í
felur vegna þessa ritverks, því það er honum tvímælalaust til mikils
sóma,“ svo vitnað sé til orða Sigurðar Grímssonar í MorgunblaðinuP
Og í Þjóðviljanum fagnaði Gísli Ásmundsson því að hér væri hugs-
anlega komið fram „nýtt talent", „rithöfundur, sem hefur góða
tæknikunnáttu, gáfur og lífsreynslu til að bera“.10 Ekki er gott að vita
hvað höfundur hefði gert ef dómarnir hefðu verið neikvæðari, en í
lok sýningartímans í Iðnó bauð Sigurður Nordal (1886-1974), pró-
fessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands, leikurunum
heim til sín og gekkst við verkinu. Sagðist hann hafa haldið nafni
sínu leyndu „til þess að leikritið yrði hvorki metið of eða van höf-
undarins vegna".* 11 Vorið 1946 kom það út á bók undir hans nafni
og hefur verið sett tvisvar á svið síðan, af Leikfélagi Akureyrar 1950
og í Þjóðleikhúsinu 1966, auk þess sem til er útvarpsleikgerð frá
1972.
Uppstigning er ekki meðal þekktustu verka íslenskra bókmennta
en nokkrir hafa samt tekið undir með þeim sem töldu það sæta
tíðindum árið 1945. í bókmenntasögu sinni frá 1961 fullyrðir Stefán
Einarsson að það sé ásamt Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson
besta leikritið sem fram kom á fimmta áratugnum.12 Árni Ibsen er
á sama máli í A History of Icelandic Literature frá 2006 og í fimmta
bindi Islenskrar bókmenntasögu segir hann að leikrit Nordals sé
„tímamótaverk hvernig sem á það er litið og þó einkum að því er
varðar samsömun efnis og forms“. Á yfirborðinu sé það einfaldur
gamanleikur en í marglaga innviðum þess sé „fólgið grín að leik-
forminu sjálfu, hinum hefðbundna stofuleik, vanköntum þess, ann-
mörkum leikhússins og takmörkuðu valdi hins skapandi lista-
8 Ragnar Jóhannesson 1945.
9 Sigurður Grímsson 1945.
10 G[ísli] Áfsmundsson] 1945.
11 „Sigurður Nordal er höfundur „Uppstigningar“.“ 1945.
12 Stefán Einarsson 1961: 444.