Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR
93
(1897-1975), auk þess sem vísað er til kenninga Bertolts Brecht
(1898-1956) um epíska leikhúsið.
Snúið upp á raunsœishefðina
Eitt helsta viðfangsefni meðvitaðra skáldverka er margbrotið sam-
band skáldskapar og veruleika. Verk af þessu tagi fela gjarnan í sér
andóf gegn raunsæishefðinni og vantrú á að hún sé fær um að end-
urspegla veruleikann. Þessi stef eru áberandi í Sexpersónur leita höf-
undar en þar segir frá hópi leikara sem eru að æfa eldra verk eftir
Pirandello þegar inn í leikhúsið koma sex persónur — Faðirinn,
Móðirin, Sonurinn, Dóttirin, Drengurinn og Litla telpan — og biðja
leikstjórann um að setja örlög þeirra eða hlutverk á svið. Þegar til á
að taka eru þær afar ósáttar við túlkun leikaranna á lífi þeirra og er
ein niðurstaða leikritsins sú að í raun séu „þær persónur, sem
skáldin skapa og leikendur sýna, aldrei nema skuggi af lifandi fólki,"
eins og komist var að orði í Morgunblaðinu 1926, en leikritið var sett
á svið í Iðnó það ár, reyndar undir titlinum Sex verur leita höf-
undar}7
I Uppstigningu eru margháttuð viðfangsefni til meðferðar og það
verður í raun ekki ljóst fyrr en líður á verkið að raunsæishugtakið
sé eitt þeirra. Líkt og Sigurður A. Magnússon bendir á í dómi um
uppfærslu Þjóðleikhússins er leikritið „framan af borgaralegur
stofuleikur í raunsæisanda Ibsens“.18 Sviðsmynd fyrsta og þriðja
þáttar er rúmgóð stofa í gömlu timburhúsi, annar þátturinn gerist í
svefnherbergi inn af stofunni en ytra sögusvið allra þessara þátta er
Knarrareyri, ímyndað þorp á suðurströnd Islands, á árunum 1945
til 1946. Aðalpersónan, séra Helgi, hefur búið þarna síðan hann lauk
guðfræðinámi í Noregi í stríðsbyrjun og tók við brauði eftir
föðurbróður sinn. Ekkja gamla prestsins, frú Petrína Skagalín, og
bróðir hennar, athafnamaðurinn og konsúllinn Haraldur Davíðsen,
áttu stóran þátt í að tryggja Helga kosningu og hefur hann leigt her-
bergi af „töntu“ sinni síðan. Fyrsti þáttur lýsir kvenfélagsfundi
17 „Leikfjelagið. „Sex verur leita höfundar: Leikrit, sem ætti að semja“.“ 1926.
18 Sigurður A. Magnússon 1966.