Skírnir - 01.04.2011, Page 96
94
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
heima hjá frú Skagalín. Auk þeirra prestsins eru fundargestir
fröken Johnson, frú Herdís eiginkona læknisins á staðnum, frú
Davíðsen eiginkona Haraldar og Dúlla dóttir þeirra. Þegar fundur-
inn stendur sem hæst bankar ung myndlistarkona, Jóhanna Einars,
upp á. Hún er nýstigin á land eftir að hafa siglt með fyrstu ferð heim
frá Skandinavíu að stríði loknu. Þau Helgi eru kunnug frá gamalli
tíð og Jóhönnu langar til að dvelja á Knarrareyri um óákveðinn
tíma, til að endurnýja þessi kynni. Frú Petrína tekur illa í þá tillögu
prestsins að unga konan fái að sofa á heimilinu, enda sé gistihús í
þorpinu.
Þó að fyrsti þátturinn sé líkt og upphaf á rómantískum gaman-
leik er þar jafnframt fitjað upp á umræðu um fagurfræðileg efni.
Boðað er til fundarins í kvenfélaginu til að ræða kaup á nýrri altaris-
töflu fyrir kirkjuna. Frú Herdís vill fá til verksins Kolbein Hall-
dórsson, íslenskan málara sem þau læknishjónin þekkja. Nokkur
tími fer í skoðanaskipti um það hvernig altaristaflan eigi að vera.
Frú Davíðsen vill láta mála natúralíska mynd af Kristi að blessa
börnin en presturinn sér fyrir sér mynd af uppstigningu frelsarans
og mælist til þess að í bakgrunni sé íslenskt landslag. Fröken John-
son telur það fráleitt. „I staðinn fyrir jökulinn, sem séra Helgi
minntist á, hefði ég getað hugað mér pýramídann mikla, sem okkur
er sagt, að sé eins konar heilög ritning úr steini,“ segir hún og spyr
hvort ekki megi nota indverska jógann Krishnamurti sem fyrir-
mynd Krists (16-17). Þessi tillaga gengur fram af frú Skagalín sem
vill heldur halda í gömlu altaristöfluna en „setja upp altaristöflu í
kirkjuna okkar fyrir heiðingja og stjörnuspámenn og pýramída-
fræðinga“ (17). Viðfangsefnið er samband myndlistar og veruleika,
auk þess sem gert er grín að andlegum hræringum samtímans.19 Enn
fremur er vísað í þær deilur sem sprottið höfðu upp á árum seinni
heimsstyrjaldar í kringum íslenska myndlistarmenn sem vildu snúa
baki við þjóðlegri raunsæishefð landslagsmálsverksins. Deilurnar
náðu hámarki vorið 1942 með sýningu Jónasar Jónssonar frá Hriflu
19 Sjá nánar Ásmund Guðmundsson 1946. Jiddu Krishnamurti (1895-1986) átti
ýmsa fylgismenn hér á landi, meðal annars innan vébanda Guðspekifélags Is-
lands.