Skírnir - 01.04.2011, Page 98
96
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
leikritaformið vera sér fjötur um fót, ófært um að endurspegla veru-
leikann. Af svipuðum ástæðum hefur hann komist að þeirri niður-
stöðu að í öllum bókmenntum heimsins sé „ekki ein einasta alveg
ærleg og hreinskilin og sönn bók“ (57). En hann þykist hafa fundið
leið út úr þessari kreppu. „Eg trúi því, að ef sögð er saga eins manns,
allur sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn, þá verði það um
leið saga allra manna“ (58). Jóhanna fullyrðir hins vegar að séra
Helgi eigi aldrei eftir að skrifa þessa bók, hún sé bara hilling „sem
er nógu fjarstæð til þess, að þú hefur hana eins og eilífan varasjóð í
öllum vesaldómi“ (67).21
Þriðji þáttur gerist daginn eftir í stofu frú Skagalín sem er að
leggja á ráðin um það með Haraldi, bróður sínum, hvernig megi
koma séra Helga og Dúllu í eina sæng. Þá hefst fundur í altaris-
töflunefndinni. Frú Herdís hefur boðað til hans þar sem Kolbeinn
Halldórsson er væntanlegur til bæjarsins og vill hún að samið verði
við hann um að mála nýju altaristöfluna. Á ný truflar Jóhanna fund-
inn, hún er komin til að kveðja séra Helga og hyggst hverfa á braut
með Kolbeini sem reynist vera vonbiðill hennar. I kjölfarið leysist
fundurinn upp og allir fara nema séra Helgi og frú Herdís sem seg-
ist þurfa að skrifta fyrir prestinum. Hún lifi innihaldslausu lífi í ást-
lausu hjónabandi, læknirinn haldi framhjá henni en sjálf hafi hún
vonast til að geta notið samvista við Kolbein sem hún hefur elskað
úr fjarlægð um árabil. Játning hennar hefur þau áhrif að séra Helgi
tjáir Herdísi ást sína og býðst til að bera hana á höndum sér. Frúin
hrindir honum frá sér en biður hann samt um að kenna sér frönsku
„á kvöldin, þegar maðurinn minn er í þessum löngu læknisvitjunum
og mér leiðist að vera ein“ (114). Hér er þráður rómantíska gaman-
leiksins spunninn í myrkari áttir, Jóhanna hverfur af sviðinu en frú
Herdís stígur fram í hlutverki freistarans. Umfjöllun um tengsl listar
og veruleika er ekki áberandi í þessum þætti en þess í stað rætt um
tvö hitamál styrjaldaráranna: kjör listamanna og samskipti íslenskra
kvenna við erlenda hermenn.
21 Þessi þáttur leikritsins kallast á við smásöguna „Lognöldur“ sem Sigurður birti
árið 1919 í sagnasafninu Forrmm ástum, en þar segir af togstreitu miðaldra læknis
sem alið hefur með sér skáldadrauma á námsárum sínum erlendis og fórnað þeim
fyrir þægilegt líf og öruggt embætti heima á íslandi. Sjá Sigurð Nordal 1919.