Skírnir - 01.04.2011, Side 100
98
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
FrÚ HERDÍS ísmeygileg ogfeilin.
Það er víst hégómaskapur af mér, — en mig langar svo til að spyrja þig,
hvort ekki verður eitthvað,--eitthvað svolítið — um mig í rómaninum.
SÉRA Helgi af mikilli rausn og sannfœringu.
Um þig! Þó það nú væri! Það verður mikið um þig. Það, sem mig hefur
dreymt um þig, — sem hefði átt að verða, en hefur ekki getað orðið, — það
rætist þar allt saman.
FrÚ HerdÍS skiptir alveg um tón, með nístandi rannsóknarsvip.
Þú ætlar með öðrum orðum að sýna mér þann sóma að drýgja hór með
mér í þessum róman, — ekki einu sinni í hjarta þínu, nei, í sögu, lygasögu!
(159-60)
Að síðustu má geta þess að meðvituð skáldverk skopstæla gjarnan
þá hefð sem þau eru skrifuð inn í og fela jafnvel í sér sína eigin bók-
menntagagnrýni. I Uppstigningu eru þessi atriði nátengd. I eftir-
mála prentaðrar útgáfu leikritsins segir Nordal að hann hafi
upphaflega séð það fyrir sér í fimm þáttum og það hafi ekki verið
fyrr en hann hóf að skrifa fyrstu þættina að persónurnar fóru „að
spila upp á eigin spýtur, tala eins og þeim þóknaðist og jafnvel verða
óþægar. [...] En uppreisn sú, sem varð efnið í fyrstu sýningu fjórða
þáttar, var ekki fyrirhuguð og kom flatt upp á mig“ (173). Ólafur
Jónsson vitnar í þessi orð í leikdómi sínum og bendir á að ef verk-
inu hefði lokið samkvæmt upphaflegri áætlun hefði það sjálfsagt
„talizt gild viðbót við borgaralegar raunsæisbókmenntir á íslenzku.
Eins og leikritið tókst til eru þrír fyrstu þættirnir frekast paródía
þess konar efnis.“22 Sigurður A. Magnússon tekur í sama streng í
sínum dómi og báðir vitna til samtals séra Helga við Hæstvirtan
Höfund í fjórða þættinum þar sem sá fyrrnefndi segir: „Þú fyrir-
gefur, Hæstvirtur, en heldur / finnst mér þú lítið frumlegur, að
skapa / aðrar eins fígúrur, sem fást á hverju / leirskáldatorgi, til-
búnar og sniðnar" (137). Presturinn bregður sér hér í hlutverk leik-
dómarans sem lýsir því yfir að fyrri þættir leikritsins séu útjöskuð
klisja.
22 Ólafur Jónsson 1966.