Skírnir - 01.04.2011, Page 101
SKÍRNIR
ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR"
99
Stílfœrðar persónur
Eitt áberandi einkenni meðvitaðs skáldskapar eru tilgerðarleg stíl-
brigði. Meðal dæma sem Brian Stonehill tekur er kaflinn „Sólar-
uxinn“ („Oxen of the Sun“) í Odysseif eftir Joyce þar sem lesanda
er boðið í hraðferð um stílsöguna, „frá hlöðnum stíl hins latneska
upphafs til hugsunarlausra klisja nútímaslangurs".23 Sigurður Nor-
dal tekur áhorfendur með í sambærilegt ferðalag nema hvað hann fer
með þá aftur í tímann. I fyrsta þætti tala persónur tiltölulega hvers-
dagslegt mál og jafnvel nútímalegt — „DÚLLA / Er það ekki aga-
lega spennandi!" (28) — en í öðrum og þriðja þætti verður stíllinn
bóklegri, ekki síst í samræðum séra Helga við kvenhetjurnar. „Ég er
ósigrandi,“ segir hann við Jóhönnu þegar hún sakar hann um heig-
ulshátt. „Ég er ekki eins og drangur, sem annaðhvort hrindir öllu frá
sér eða brotnar. Ég er eins og báran, sem hver bátur getur klofið, en
er jafnheil á eftir“ (51-52). Frú Herdís kemst í svipaðan ham þegar
presturinn segist bæði dást að henni og hræðast hana: „Flýið þér
bara burt, minn heilagi Jósef, langt í burt! Flýið þér í dauðans ofboði
og skiljið þér hempuna yðar eftir hjá frú Pótífar til sannindamerkis"
(111—112).24 Næsta skref aftur í tímann er tekið í fjórða þættinum
þegar séra Helgi fer að tala í stakhendum hætti, viðurkenndu formi
klassískra ljóðaleikja, en ýmis dæmi orðræðu hans má sjá hér á
eftir.25
I annan stað er algengt að ósamræmi skapast milli stíls og inni-
halds meðvitaðra skáldverka. Slíkt ósamræmi er áberandi í fjórða
þætti Uppstigningar eftir að frú Herdís birtist á tindi Arnarfells og
segir blátt áfram: „Við megum ekki láta bílinn bíða lengur“ (151).
Þessi orð slá séra Helga út af laginu, enda þótt hann haldi áfram að
tala í bundnu máli:
23 Brian Stonehill 1988: 10.
24 Hér er vísað til frásagnar Fyrstu Mósebókar (39: 1-23) af því þegar bræður
Jósefs seldu hann í ánauð til egypska lffvarðarforingjans Pótífars. Eftir að eigin-
konu mannsins mistekst að draga þrælinn á tálar sakar hún hann ranglega um að
hafa nauðgað sér.
25 Stakhendan (e. blank verse) náði traustri fótfestu meðal enskra leikskálda á
dögum Shakespeares ogbreiddist út til annarra landa í framhaldi af því. Sjájakob
Benediktsson (ritstj.) 1983: 259.