Skírnir - 01.04.2011, Page 102
100
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Frú Herdís! Láta bílinn bíða? Nei,
ég man ekki eftir, að ég væri í bíl.
Eg kom víst gangandi alla leið — og einn.
FrÚ HerdÍS skilur undir eins, hvernig á að fara að honum, — rólega.
Já auðvitað, upp á fellið. Bíllinn er á brautinni, niðri í dalnum.
SÉRA HELGI ringlaður.
Þetta er víst eitthvað annað. Reynir að muna.
Það var, held ég,
ekki neinn bíll í fjórða þætti. Hristirþetta afsér.
Svo
þér eruð líka farin upp á fjöll? (151)
Afbygging stakhendunnar er fullkomnuð skömmu síðar þegar frú
Herdís fær sig fullsadda á dramatíkinni í séra Helga og segir: „Viltu
ekki reyna að hætta þessari tilgerð. Hún er svo ósmekkleg. Þú talar
eins og bók, drengur. Svei mér, ef mér heyrist ekki, að þú sért að
bögglast við að tala í einhvers konar ljóðum — eins og í gömlu leik-
riti!“ (155). Hér er frúin komin í hlutverk gagnrýnandans; hún
bendir á að í meintri uppreisn sinni í fjórða þætti sé presturinn enn
aumkunarverðari klisja en leirskáldafígúrurnar sem hann er nýbú-
inn að gagnrýna Hæstvirtan Höfund fyrir að hafa skapað í fyrri
þáttunum.
Þau dæmi sem hér hafa verið rædd falla að nokkru leyti undir það
stíleinkenni sem Stonehill kallar parabasis. Þetta er grískt hugtak
sem var upphaflega notað um það þegar leikarar drógu sig í hlé í
forngrískum gamanleikjum og kórinn steig fram til að ávarpa áhorf-
endur fyrir hönd höfundar, gjarnan um efni sem komu söguþræði
verksins takmarkað við.26 Stonehill fylgir hins vegar fordæmi belg-
íska bókmenntafræðingsins Pauls de Man og notar parabasis um
það þegar „ósamræmi tveggja mælskuhefða" er afhjúpað.27 Krafa
frú Herdísar um að séra Helgi hætti að tala eins og upp úr bók og
láti vera að þéra hana þarna uppi á reginfjöllum hefur nákvæmlega
þau áhrif. I kjölfarið missir presturinn tökin á stíl sínum. Samkvæmt
26 Sjá m.a. Cuddon 1999: 634.
27 Stonehill 1988: 30. Hann vísar hér í grein Pauls de Man (1977: 48), „The Purloi-
ned Ribbon“.