Skírnir - 01.04.2011, Page 103
SKÍRNIR
ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR
101
Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó 1945. Lárus Pálsson (t.v.) í hlut-
verki séra Helga, Brynjólfur Jóhannesson (t.h.) í hlutverki Leiksviðsstjór-
ans. (Ljósmynd: Sigurhans Vignir. © Ljósmyndasafn Reykjavíkur).
sviðsleiðbeiningum reynir hann „fyrst að tala háttbundið eins og
áður, enfipast, brýtur reglurnar, kennir til sársauka viðþað, stamar,
fer alveg út af laginu“, en texti hans er svohljóðandi: „Að leika? Eg
er einmitt ekki að leika, / — Ég neitaði að halda þessum skrípaleik
áfram. Já, við höfum — víst — þúazt, en ég mundi ekki — alveg —
eftir því. Þakka þér fyrir! Fyrirgefðu!" (155-156). Að auki má beita
hugtakinu parabasis til að lýsa þeim róttæku breytingum sem verða
á leikmyndinni milli þriðja og fjórða þáttar. Samkvæmt sviðs-
lýsingum eiga leiktjöldin að vera í natúralískum anda í fyrstu
þremur þáttunum en stílfærð í fjórða þættinum „í samræmi við
hugarástand„séra Helga“ ogþvíekki með of miklum veruleikablí«“
(124). Fremst er vasaútgáfa af þorpinu, miðsviðið er kollur Arnar-
fells með hálfhruninni vörðu en í bakgrunni jökull og fjöll „eins og
þau vxru klippt út úr myndabók“ (124).
Sum þeirra stíleinkenna sem Stonehill lýsir finnast vart í Upp-
stigningu, svo sem ofvöxtur stílsins á kostnað frásagnarinnar, torrætt
mál og margræðni (t.d. orðaleikir og anagröm). Sú tilgerð í stílnum,
sem hér hefur verið lýst, setur engu að síður mark sitt á persónu-