Skírnir - 01.04.2011, Page 104
SKÍRNIR
102 JÓN KARL HELGASON
sköpunina í leikritinu, líkt og séra Helgi bendir Hæstvirtum Höf-
undi á í fjórða þætti:
Þú kannast víst við konsúlinn og frúrnar
úr þúsund sögum, sem þú hefur lesið.
Og hvað var fröken Johnson? Samansafn
af lélegustu leigubröndurum. (137-138)
Reglan er sú að persónusköpun meðvitaðra skáldverka er sjaldnast
mjög trúverðug, en það kemur meðal annars fram í því þegar pers-
ónurnar bera afkáraleg eða skopleg nöfn. Hér má vekja athygli á
nafni Hæstvirts Höfundar í Uppstigningu en einnig gælunafninu
Dúllu. Séra Helgi ávarpar hana að vísu formlega sem fröken Ingi-
björgu í fjórða þætti en hnýtir við: „Reynið þér að rífa / yður upp
úr þessu árans Dúllustandi / og verða frjáls“ (147). Ef út í það er
farið er nafn séra Helga álíka sjálflýsandi og nafn Föðurins, Drengs-
ins eða Litlu telpunnar í leikriti Pirandellos. Nöfn frú Davíðsen og
fröken Johnson eru á sama hátt táknræn þar sem þær eru fulltrúar
ólíkra viðhorfa sem tengjast pólitískri og menningarlegri stöðu Is-
lands á fimmta áratugnum, mitt á milli danska nýlenduveldisins og
bandaríska hernámsliðsins. Frú Herdís, sem er menntuð í Oxford,
er fulltrúi þriðju afstöðunnar. Hún hefur takmarkað álit á Banda-
ríkjamönnum en þegar frú Davíðsen vill kaupa altaristöflu af dönsk-
um málara minnir frú Herdís á „að nú eru íslendingar sjálfstæð
þjóð, og við megum ekki alltaf vera með hugann í Kaupmannahöfn“
(13).
Annað afgerandi einkenni persónanna í meðvituðum skáld-
verkum er að þær vita að þær eru skáldaðar og ávarpa höfund sinn
með beinum hætti. Hér hefur séra Helgi vissa sérstöðu í Uppstign-
ingu þó það sé reyndar ekki fyrr en í þriðja þætti að hann fer að
gruna úr hverju hann er gerður. Þegar kvenfélagsfundurinn er að
leysast upp býður læknirinn honum að slást í för með þeim Kol-
beini, Jóhönnu og frú Herdísi í bíltúr upp að Arnarfelli. Presturinn
afsakar sig með því að hann verði „að ganga frá fáeinum bréfum,
áður en skipið fer“ (97). Frú Herdís ákveður að verða eftir hjá
honum en undir lok þáttarins bendir hún á hve afsökun hans hafi
verið órökvís. „Nú, þér eigið eftir að skrifa bréf með skipinu. Ann-