Skírnir - 01.04.2011, Page 106
104
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
segist aðeins vera kunnug Hæstvirtum af afspurn en henni finnst
líklegt að hann eða einhver álíka hafi leitt séra Helga upp á fjallið til
að spila með hann. „Hann er að telja yður trú um, að þér hafið stigið
upp á einhverjar hæðir, en í raun og veru er hann að svíkja yður:
sýna yður ljómann af alls konar dýrð og dásemdum og láta yður
svo standa eftir tómhentan á gaddinum" (154). Hér læðir frú Her-
dísi þeim hryllilega efa í brjóst séra Helga að svokölluð uppreisn
hans sé hluti af skrifaðri rullu. „Hvað yrði um mig,“ spyr hann, „ef
frelsið væri svik / og þrældómurinn lífið?“ (155). Grátbroslegur
misskilningur hans felst í því að halda að hann sé harmræn sögu-
hetja en líkt og Kari Hamre bendir á í dómi um prentaða gerð leik-
ritsins eru séra Helgi og Pétur Gautur, í samnefndu ieikriti Ibsens,
þar undir sömu sök seldir: „En fyrst og fremst eru báðir hlægilegar
persónur, auðvirðilegir trúðar í raun og veru, en með fáránlega háar
hugmyndir um dýrð sína.“28
Framandgerving á sviðinu
Þegar Leikfélag Akureyrar setti Uppstigningu á svið árið 1950 var
bent á það í leikdómi að vissir drættir verksins minntu á leikritið
Bærinn okkar eftir bandaríska rithöfundinn Thornton Wilder. í
báðum leikritunum væri dregin upp mynd af persónuleika smá-
borgarans en jafnframt brygðu höfundar „fyrir sig nýstárlegri
leiksviðstækni, ef svo má kalla, og í báðum sjónleikjum er leik-
sviðsstjórinn talsverð persóna og spjallar sitt hvað við áhorfendur
um listina að lifa“.29 Verk Wilders hafði verið sett á svið af Leik-
félagi Reykjavíkur árið 1947 undir leikstjórn Lárusar Pálssonar.
Efniviðurinn er hversdagslegt líf í ímynduðum amerískum smábæ,
Grover’s Corners, á fyrstu árum tuttugustu aldar. Sögusviðið er
hins vegar leikhús á fjórða áratugnum þar sem verið er að sviðsetja
valdar senur úr sögu bæjarins. í samræmi við sviðsleiðbeiningar höf-
undar voru engin leiktjöld notuð í uppsetningunni í Iðnó og leik-
munir voru líka af skornum skammti (aðeins stólar, borð og stigi).30
28 Hamre 1947:221.
29 Hfaukur] Snforrason] 1950.
30 Sjá „Leikfélag Reykjavíkur: „Bærinn okkar“.“ 1947.