Skírnir - 01.04.2011, Page 107
SKÍRNIR „ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR" 105
Verk Wilder sver sig að sumu leyti í ætt epíska leikhússins en
það hugtak er meðal annars tengt kenningum sem þýski leikhús-
maðurinn Bertolt Brecht var að þróa í tengslum við sín eigin verk
og uppfærslur á fjórða og fimmta áratugnum. Samkvæmt þeim var
ekki æskilegt að áhorfendur lifðu sig gagnrýnislaust inn í líf persón-
anna á sviðinu heldur áttu þeir að vera virkir þátttakendur í sýning-
unni. Að baki bjó pólitískur tilgangur: „Leiklistin, eins og hún er
fyrir hendi, sýnir þjóðfélagsbygginguna (sem líkt er eftir á sviðinu)
eins og eitthvað, sem þjóðfélagið (í áhorfendasalnum) getur ekki
haft áhrif á,“ skrifaði Brecht í grein sinni „Lítil stefnuskrá fyrir leik-
listina“ („Kleines Organon fur das Theater“, 1949). Sjálfur mælti
hann með leikhætti:
sem leyfir anda skoðandans að vera frjálsum og óháðum. Hann þarf að geta,
svo að segja í miðju kafi, klippt verk okkar í sundur og sett það öðruvísi
saman, um leið og hann tekur í huganum hreyfiöfl þjóðfélagsins úr sam-
bandi eða setur önnur í þeirra stað; en við þessar aðgerðir fær hegðun á
þessari stundu eitthvað „ónáttúrlegt" við sig, en hreyfiöflin á þessari stundu
missa að sínu leyti náttúrleika sinn og verða meðfærileg.31
Aðferðirnar sem epíska leikhúsið beitti í þessum tilgangi voru marg-
víslegar en gátu meðal annars falist í að sviðsbúnaði og búningum
var sleppt, leikararnir voru með handritið í höndunum, lásu jafnvel
sviðsleiðbeiningar og áttu í samtölum við fólk utan sviðsins eða úti
í sal. Oll þessi atriði, sem Brecht kenndi við framandgervingu,
komu saman þegar uppfærslan á sviðinu leit út fyrir að vera æfing
fremur en eiginleg sýning viðkomandi verks.32
Að sögn Stonehills er eitt af lykilatriðum frásagnarháttar með-
vitaðra skáldsagna það að sögumenn eru sýnilega að fást við að setja
saman viðkomandi verk en frásögnin leiði jafnframt í ljós að bakvið
31 Brecht 1963: 133 og 135.
32 Thor Vilhjálmsson (1974: 159-179) lýsir þessum aðferðum svo í grein frá árinu
1965: „Brecht margsegir að leikarinn eigi ekki að vera persónan sem hann leikur
heldur sýna hana. [... ] Oft víkur leikarinn sér út úr hlutverkinu og talar beint til
áhorfenda. Víðar notar Brecht kór eða þul einsog hellensku leikritaskáldin til að
koma einu og öðru á framfæri.“ Sjá einnig Þorstein Þorsteinsson 1998: 26-50.
Þess má geta að Brecht tók þátt í frægri uppfærslu Max Reinhardt á Sex pers-
ónum í leit að höfundi í Berlín um miðjan þriðja áratuginn.