Skírnir - 01.04.2011, Page 108
106
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
sögumanninn, eða röð ólíkra sögumanna, standi höfundurinn með
alla þræði í hendi sér. Þó ekki sé um beinan sögumann að ræða í
Uppstigningu er hægt að heimfæra þessi einkenni upp á tilraunir
leikhússtjórans og Hæstvirts Höfundar til að hafa taumhald á séra
Helga. Eftir að frú Herdís hefur leitt prestinn ofan af fjallinu skýtur
Hæstvirtur upp kollinum og segir með djöfullegum hlátri: „Nú
neyðist maður víst til að láta — hm — frúna og prestinn leika fram-
haldið — milli þátta!“ (161). Því næst stígur leikhússtjórinn fram
fyrir tjaldið og afsakar truflunina sem orðið hefur á sýningunni en
í lokasenunni sitja þessir stjórnendur hvor á sinni burst í stílfærðu
sviðsmyndinni af þorpinu með rauða snúru á milli sín. Ur henni
hangir öngull sem Dúlla krækir í nýbakaðan eiginmann sinn, séra
Helga, svo lítið ber á.
Þeir leikhússtjórinn og Hæstvirtur hafa nú fullt vald á hverju spori séra
Helga. Þeirn kemurþó ekki alveg saman, togast dálítið á um hann, því að
leikhússtjóranum er mest í mun að koma presti á sinn stað, áður en nýtt
strok hlaupi í hann, en Hxstvirtur vill ekki glata neinni afþeim gullvœgu
setningum, sem hann ístlast til, að séra Helgi segi í þessum stutta þætti —
finnst nógu miklu hafa verið sleppt samt. Þess vegna hreyfast þau hjónin í
smárykkjum, stundum lítið eitt áfram og stundum aftur á bak. (169)
Þessi sena er skólabókardæmi um framandgervingu en Stonehill
notar einmitt það hugtak Brechts í umfjöllun sinni og skýrir þannig
að persónum og atburðum sé „vísvitandi lýst á ósannfærandi
hátt“.33
Hugtakið getur einnig átt við það einkenni meðvitaðra skáld-
sagna að ávarpa lesandann beint sem lesanda eða minna hann með
öðrum hætti á að bókin sem hann er að lesa sé bók. Þó að löng hefð
hafi verið fyrir því í leiklistarsögunni að persónur beindu tali sínu
út í sal þá fólst nýmæli epíska leikhússins í því að láta leikarana
ávarpa áhorfendur sem áhorfendur og koma þeim þannig í visst
uppnám. Kari Hamre drepur á þetta atriði í dómi sínum: „I nútíðar-
leikritum hafa skáldin oft reynt að ná áhrifum með því að leika sér
að sýnd eða „illusjon" leiksviðsins, að draga áhorfendur inn í leik-
inn og láta persónurnar fara út af bás sínum, í stuttu máli rífa niður
33 Stonehill 1988: 30.