Skírnir - 01.04.2011, Page 109
SKÍRNIR „ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR" 107
ósýnilega fjórða vegginn milli leiksviðs og áhorfenda.“34 I Upp-
stigningu er þetta gert í nokkrum áföngum. Eftir að hafa gert ár-
angurslausa tilraun til að fá séra Helga til að lúta aga kemur leik-
hússtjórinn skyndilega auga á leikhúsgesti og bregður í brún. „Og
tjaldið uppi! Þetta ætlar að verða þokkalegur skandall," segir hann
við sjálfan sig áður en hann snýr sér að prestinum: „Sérðu fólkið?
Fólkið sér til þín. Það skilar aðgöngumiðunum aftur og heimtar að
fá þá endurgreidda" (130). Það tekur séra Helga svolitla stund að
átta sig á hvað leikhússtjórinn á við en þegar það tekst ávarpar hann
áhorfendur beint. „Nú skil ég allt! Eg þekki þessa svipi. / Þið eruð
það, sem átti að gera mig“ (131).
Á þessu stigi heldur séra Helgi að fólkið í salnum sé persónur úr
öðrum bókmenntaverkum. Það er ekki fyrr en síðar, þegar Hæst-
virtur Höfundur svarar bókmenntagagnrýni hans, að bein samskipti
hefjast milli sviðsins og áhorfendabekkjanna. „Ef maður lýsir ein-
hverri persónu í skáldskap eftir lifandi fyrirmynd, þá segja allir, að
þetta sé tómur uppspuni," segir Hæstvirtur: „Ég stæri mig svo sem
ekki af fröken Johnson. En hún er sönn. Hún er teiknuð nákvæm-
lega eftir konu, sem ég þekki — lægra — situr meira að segja þarna
niðri í salnum“ (138). Hann nefnir síðan nafn bekkjar og númers en
(leik)konan sem þar situr bregst ókvæða við og rigsar snöktandi út.
I framhaldi leiðréttir höfundurinn þann misskilning séra Helga að
úti í salnum sitji „Hamlet eða Werther ungi eða aðrir frægir píslar-
vottar úr leikritum og sögurn". Þetta sé þvert á móti hin reykvíska
borgarastétt. I kjölfar þessarar afhjúpunar ávarpar séra Helgi áhorf-
endur sem áhorfendur og útskýrir að rétt eins og lesendur sögunnar
um Werther séu þeir skilyrtir af skáldlegum fyrirmyndum.
Elskið þið ekki, hatið, hugsið, talið
og breytið alveg eftir kokkabókum
hæstvirtra höfunda, sem skapa skugga,
og þið verðið svo skuggar af þeim skuggum?
Hvers vegna, spyr ég, komuð þið í kvöld?
Hvers vegna eru allir hneykslaðir á mér?
Af því ég segi sannleikann, en þið
34 Hamre 1947: 222.