Skírnir - 01.04.2011, Page 112
110
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
meðvitaðar skáldsögur séu sjaldnast skrifaðar í pólitískum til-
gangi.36 Brecht var þess meðvitaður að aðferðir hans áttu sér djúpar
rætur í leiklistarsögunni en hann fullyrti að á meðan þær hefðu áður
fyrr miðað að sefjun eða jafnvel dáleiðslu leikhúsgesta stefndi epíska
leikhúsið að því að vekja þá til meðvitundar um aðstæður sínar og
eigin getu til að breyta þeim. „Eftirmyndirnar verða nefnilega að
þoka fyrir frummyndinni, þjóðfélagslífi mannanna, og skemmtunin
af fullkomleika þeirra á að hefjast á æðra stig skemmtunar, sem er
fólgið í því að sjá hinar afhjúpuðu reglur þessa þjóðfélagslífs
meðhöndlaðar sem ófullkomnar bráðabirgðareglur.“37 Fróðlegt er
að huga að afstöðu Nordals til þessara hugmynda. Það atriði sem
skilur skýrast á milli hans og Brechts er afstaðan til leiktjaldanna
sem eiga, eins og áður sagði, að vera í natúralískum anda í fyrstu
þremur þáttum Uppstigningar en stílfærð í síðasta þættinum. I dómi
sínum um uppfærsluna 1945 fagnaði Lárus Sigurbjörnsson þessum
hvörfum; það var ekki síst þeim að þakka að honum fannst leikur-
inn vera „fyrstur í sinni röð“.
Hér kemur í fyrsta sinn fram höfundur, sem brýtur alveg í bág við arfteknar
reglur leiksviðsins í Iðnó. Hann notar leiktjöld í þeim ákveðna tilgangi að
draga dár að skikkanlegu fólki, sem kemur í leikhúsið í þeirri góðu trú, að
þar sjái það spegilmynd af lífinu. Það er hans fyrsta brot, að hann kastar
sýndinni (illusjóninni) fyrir borð.38
I grein sem Finnur Kristinsson leiktjaldamálari skrifaði í kjölfar
uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur gagnrýndi hann hins vegar leik-
tjöld lokaþáttarins harðlega og sagði þau hafa verið fáránleg og
valdið því að nýstárlegasti og besti hluti verksins hefði farið fyrir
ofan garð og neðan hjá mjög mörgum áhorfendum. „Þeir áttu bágt
með að setja þennan þátt leikritsins sjálfs í samband við heildina, og
enn verra að setja leiktjöldin í samband við hana.“39 Ekki er ljóst af
36 Stonehill 1988: 6.
37 Brecht 1963: 136.
38 Lárus Sigurbjörnsson 1945: 312.
39 Finnur Kristinsson 1946. Þess má geta að svipuð gagnrýni kom fram á uppfærslu
Þjóðleikhússins 1966 enda þótt leikmyndahönnuðurinn, Gunnar Bjarnason, hefði
brugðið þar út af sviðslýsingu höfundar og hannað allt sviðið í fjórða þætti eins
og klippimynd. Sjá „Uppstigning." 1966.