Skírnir - 01.04.2011, Page 113
SKÍRNIR „ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR" Hl
máli Finns hvernig hann sá leiktj öldin fyrir sér en með grein hans var
birt mynd af stílfærðum leiktjöldum erlendrar uppfærslu á leikrit-
inu Húð tanna okkar (The Skin of our Teeth, 1942) eftir Thornton
Wilder. I myndatexta var líka vísað í nýlega grein Ævars Kvaran í
Lesbók Morgunblaðsins þar sem rætt var ítarlega um hina einföldu
sviðmynd í Bærinn okkar.40 Flugsanlega hefði Finnur kosið að sjá
séra Helga gera uppreisn sína „á fjallinu“ standandi uppi í stiga á
skipulagslausu sviði, með rönguna af leiktjöldum fyrri þátta í bak-
grunni.
Ástæða þess að Nordal mælti fyrir um hina stílfærðu leikmynd
í fjórða þættinum var þó ekki vanþekking á epíska leikhúsinu og
hefðum þess. Texti fjórða þáttar bendir til þess að hann hafi ekki
aðeins verið kunnugur þeim listbrögðum sem Brecht kenndi við
framandgervingu heldur einnig þeim pólitísku markmiðum sem þau
áttu að þjóna. Þegar séra Helgi ávarpar áhorfendur í fyrsta sinn,
sannfærður um að í salnum sitji persónur sem eldri höfundar hafi
drepið í verkum sínum, lýsir hann sjálfum sér sem byltingarhetju.
Sjáið þið manninn hér, í fullu fjöri?
Eg segi: Upp og fram! Þið fylkið liði,
því samtök eru tímans kall og kjörorð.
Sameinizt öreigar í öllum löndum! —
sé heróp vort, því hvar í víðri veröld
eru til slíkir öreigar sem þið?
Þið eruð bæði haus- og halaklippt,
kóngar og karlar, drottningar og dækjur. (132)
I framhaldi beinir presturinn máli sínu til Hamlets en kaldhæðnin,
sem felst í því að kenna hann og aðra af hans slekti við „öreiga",
bendir til þess að Uppstigning sé ekki aðeins skopstæling á leik-
ritahefðum Shakespeares og Ibsens heldur sé líka verið að atast í
Brecht. Lokaorðin í samtali Hæstvirts Höfundar við séra Helga
benda í sömu átt en þau fela í sér að ef uppreisn þess síðarnefnda
tækist gerði það ekki bara út af við rithöfundastéttina heldur borg-
arastéttina alla:
40 Ævar Kvaran 1946: 303-306.