Skírnir - 01.04.2011, Side 114
112
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
En stattu þig nú, sonur! Ef þú sigrar, verður það heimsbyltingin mikla.
Ekki sú, sem þú hélzt, — því í þessari myrkraveröld þarna niðri sitja hvorki
Hamlet né Werther ungi eða aðrir frægir píslarvottar úr leikritum og
sögum, heldur beztu borgarar þessa bæjar, fólk, sem þykist vera heldur en
ekki lifandi. Hvíslandi: En hugsaðu þér, ef það hætti að trúa á skáldskap!
Þá yrði ekki bara ég og mínir líka atvinnulausir, heldur hætti það sjálft að
trúa því, að það lifði. (139)
Endimörk hinnar bókmenntalegu kómedíu
I nýlegri ævisögu Lárusar Pálssonar eftir Þorvald Kristinsson er
vitnað til bréfs þar sem Lárus hrósar Uppstigningu og segir að ekki
sé „hægt að hugsa sér jafn laglegan og heillandi natúralisma og
fyrstu þrjá þættina. Lokaþátturinn er þó sá sem skiptir sköpum ...
leikarinn gerir uppreisn gegn höfundi sínum, skáldinu — hneyksli
í leikhúsinu meðal áhorfenda sem reyndar fá að heyra nokkur sann-
leiksorð um sjálfa sig, eitt af því magnaðasta sem ég hef kynnst.“41
Sem leikstjóri virðist Lárus hafa haldið tryggð við þá leiklistarhefð
sem var þó helsti skotspónn verksins. Sigurði Grímssyni, sem
gagnrýndi frumuppfærsluna í Morgunblabinu, þótti annar þáttur
„glæsilega saminn, samtalið milli sjera Helga og Jóhönnu leiftrandi
snjallt og þrungið marksvissri ádeilu“ og átökin milli læknisfrúar-
innar og prestsins í þriðja þætti „stórbrotin og hrífandi".42
Það var í raun ekki fyrr en Uppstigning kom út á bók 1946 að
augu manna opnuðust fyllilega fyrir þeirri meðvitund og sjálfs-
íróníu sem fólst í textanum. Lárus Sigurbjörnsson, sem fjallaði bæði
um uppfærsluna og prentuðu gerðina, segir í seinni dómi sínum:
svo einkennilega vill til við lestur leikritsins, að í sumum greinum klofnar
það frá sjónleiknum, útfærslunni á leiksviðinu. Strax í leiksviðslýsingu
fyrsta þáttar er leiðarmerki, sem lesandinn rekur augun í: „Fyrri hluti þessa
þáttar á að bregða upp mynd af hinum eilífa smábæ, hvar og hvenær sem
41 Þorvaldur Kristinsson 2008: 207-208. Tilvitnun úr bréfi Lárusar Pálssonar til
Edvins Tiemroth 20. nóvember 1945 sem varðveitt er á Konunglega bókasafninu
í Kaupmannahöfn.
42 Sigurður Grímsson 1945.