Skírnir - 01.04.2011, Page 115
SKÍRNIR „ÞÚ TALAR EINS OG BÓK, DRENGUR" 113
vera skal“ (Vel og rækilega útfært á leiksviðinu.) „Hið stað- og tímabundna
og efnið í umræðunum eru algjör aukaatriði" (Já, þá veit maður það). En
vesalings leikararnir stóðu í ströngu að skila stað- og tímabundnum pers-
ónum og áttuðu sig ekki á því, að efni ræðunnar var algjört aukaatriði. Les-
andinn hefur séð hættumerkið, hér er tvískinnungur undir, við erum á
endimörkum hinnar bókmenntalegu kómedíu.43
Áþekkt sjónarmið kom fram hjá Kari Hamre nema hvað henni þótti
hið stíllega hliðarspor sem tekið er milli þriðja og fjórða þáttar vera
stór galli á leikritinu. „Til þess að vera dramatisk heild, yrði allt að
vera með sama brag frá upphafi til enda, annaðhvort stílgerður, fá-
ránlegur gamanleikur með tegundarmyndum fyrir persónur eða
leikrit í natúraliskum stíl.“44 Hún benti þó á að ef menn virtu
sviðslýsingar höfundar að vettugi væri mögulegt að setja verkið upp
„sem stílgerðan gamanleik, þar sem allar persónurnar eru skop-
myndir. [...] Með þessu móti væri ímyndunaraflið frjálsara og leik-
stjórinn hefði óbundnari hendur um áhrifameðul leiksviðsins.“45
Annars konar túlkun á verkinu kom fram í grein sem Erlendur
Jónsson skrifaði í aðdraganda uppfærslunnar árið 1966. Hann sagði
þar að Uppstigning hefði verið „samin á þeim tíma þegar íslenzk
leikritun mátti annars heita steinrotuð. Hún var í rauninni avant-
garde, benti fram á þann veg, sem síðan hefur verið farinn að nokkru
leyti.“ Erlendur túlkaði leikritið í framhaldi sem harmleik nútíma-
mannsins sem ætti ekki annarra kosta völ en gefast upp fyrir um-
hverfi sínu. „Endirinn er því — í broslegu sakleysi sínu — harm-
sögulegs eðlis, þó tárum sé ekki úthellt og kveinstafir séu ekki fram
sagðir."46 Svipaður skilningur kom fram í leikdómi Ólafs Jónssonar
sem benti á að þótt leikritið væri paródía hins raunsæislega stofuleiks
hefði það takmarkað skemmtigildi, að minnsta kosti í uppfærslu
Þjóðleikhússins: „Óneitanlega er Uppstigning bókverk fyrst og
fremst, setur því leikendum þröngar skorður og krefst um leið mik-
illar elju og innlífis af þeim eigi verðleikar þess að njóta sín til full-
ustu. Það verður víst alla tíð langdregið í meðförum; jafnvel mætti
43 Lárus Sigurbjörnsson 1946: 234.
44 Hamre 1947: 222.
45 Sama heimild: 223.
46 Erlendur Jónsson 1966.