Skírnir - 01.04.2011, Side 126
124
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
upplýsingarmenn hafi álitið mikilvægast að nemendur öðluðust
víðtæka þekkingu á mannlífinu og náttúrunni og skilning á sem
flestum greinum vísinda og fræða.
Um þessar ólíku menntastefnur verður fjallað nánar í 4. og 5.
hluta. Áður en að því kemur segi ég stuttlega frá þróun stúdents-
námsins frá því það varð til í Danmörku um miðja nítjándu öld. Eg
mun einbeita mér að umræðu um námsefni þótt rökræður fylgis-
manna upplýsingarstefnu og húmanisma um skólamál hafi snúist
um fleira, ekki síst siðferðilegt uppeldi í skólum.
Hér á landi hefur listinn yfir námsgreinar til stúdentsprófs haldist
nokkuð stöðugur frá því í byrjun tuttugustu aldar, eða nánar til-
tekið síðan Lærða skólanum var breytt í Hinn almenna mennta-
skóla í Reykjavík árið 1904.2
2 Á málabraut Menntaskólans í Reykjavík, sem er eina námsbrautin sem starfrækt
hefur verið samfleytt frá 1904, hefur hlutur móðurmáls til dæmis sveiflast milli
9% og 12% af kennslutíma, erlendra nútímamála milli 35% og 39%, sögu,
félagsfræði og landafræði milli 9% og 16%, stærðfræði og raungreina milli 16%
og 18%, og íþróttakennsla hefur fengið á bilinu 5% til 9% af kennslutíma á þessu
rúmlega einnar aldar tímabili.
Árið 1910 voru eftirtaldar námsgreinar kenndar á síðustu fjórum árum fyrir
stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík: Danska, enska, fornaldarfræði,
franska, handavinna, íslenska, íþróttir, kristinfræði, landafræði, latína, náttúru-
vísindi, saga og félagsfræði, stærðfræði, söngur, teikning, viðskiptafræði/bókfærsla
og þýska. Hálfri öld síðar, árið 1960, höfðu sex námsgreinar, sem fengu samtals
10% kennslutímans árið 1910, fallið brott úr námskrá skólans. Þessar greinar eru:
Fornaldarfræði, handavinna, kristinfræði, landafræði, teikning og viðskiptafræði/
bókfærsla.
Sé enn farið hálfa öld fram í tíma til ársins í ár er námsgreinalistinn frá 1960
óbreyttur að öðru leyti en því að hætt hefur verið að kenna söng en tekin hefur
verið upp kennsla í tveim nýjum greinum sem eru lífsleikni og tölvufræði. Þessar
tvær nýju greinar fá samtals ámóta rúm og söngurinn hafði eða um 3% af kennslu-
tíma. Ennfremur hefur latína verið felld niður á raungreinabrautum, viðskipta-
fræði/bókfærsla hefur aftur verið tekin upp á málabraut og nemendum gefst nú
kostur á að velja spænsku í stað frönsku eða þýsku (Heimildir: Kristinn Ár-
mannsson o.fl. 1975:110-252; upplýsingar um samsetningu náms 2010 voru sóttar
3. janúar 2010 á vef Menntaskólans í Reykjavík, http://www.mr.is).
Skipan náms við Menntaskólann í Reykjavík árið 2010 fylgir aðalnámskrá
menntamálaráðuneytisins frá árinu 1999 og er því svipuð og í öðrum framhalds-
skólum sem bjóða upp á sömu námsbrautir. Skólinn sker sig helst úr í því að hafa