Skírnir - 01.04.2011, Side 127
SKÍRNIR HÚMANISMINN, UPPLÝSINGIN OG ... 125
Til ársins 1904 var námskráin sniðin að danski fyrirmynd og
raunar var hún afar svipuð á öllum Norðurlöndunum fram til þess
tíma, en síðan hefur þróun stúdentsnáms verið með nokkuð ólíkum
hætti í þessum löndum.3 Sú breyting sem hér varð 1904 gerðist einu
ári fyrr, eða 1903, í Danmörku og þá var tekið að nota orðið
„gymnasium“ um skólana en áður var talað um „den lærde skole“.
Á íslensku var talað um menntaskóla eftir 1904 en fyrir þann tíma
hét hann Lærði skólinn, þótt hann væri oftast kallaður Latínuskól-
4
ínn.
Mun meiri breytingar urðu á vægi námsgreina 1904 heldur en
orðið hafa síðan. Þá var hætt að leggja aðaláherslu á fornmál sem
fengið höfðu nálægt 40% af kennslutímanum. Raunar var alveg hætt
að kenna grísku og tíminn sem latína fékk fór niður í 13% af
kennslustundum á síðustu fjórum árum fyrir stúdentspróf, en á
þessum árum var skólinn enn skipulagður sem sex ára nám.
Veigamestu breytingarnar sem orðið hafa á námsskipan við
Menntaskólann í Reykjavík síðan 1904 eru að skólanum var skipt í
máladeild og stærðfræðideild árið 1919 en fram að þeim tíma var
aðeins ein námsbraut í boði sem samsvaraði nokkurn vegin því sem
nú kallast málabraut. Námsgreinarnar kristinfræði, fornaldarfræði,
teikning, handavinna og söngur hafa horfið úr námskránni en tvær
latínu sem skyldugrein á málabraut og binda nám nemenda þannig að þeir sem
eru á sömu braut taka sama kjörsvið.* *
* Athugasemd um kjörsvið: Samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 1999 og
2004 er brautarkjarni á bóknámsbrautum 98 einingar af 140 og algerlega frjálst
val 12 einingar. Þær 30 einingar sem á vantar kallast kjörsvið og um það hafa
nemendur eða skólar val eftir reglum sem segja að af þessum 30 einingum verði
a.m.k. 18 einingar að vera í kjörsviðsgreinum brautarinnar, en 12 einingar megi
vera í kjörsviðsgreinum annarra bóknámsbrauta. Kjörsviðsgreinar á nátt-
úrufræðibraut eru t.d. allar greinar náttúruvísinda, tölvufræði og stærðfræði og
á málabraut erlend mál, íslenska og stærðfræði (Heimildir: Menntamál-
aráðuneytið 1999,2004). Sumir framhaldsskólar leyfa hverjum nemanda að velja
sér kjörsvið, sumir velja það sama á alla sem eru á sömu braut eða línu innan
brautar og sumir fara milliveginn og leyfa einstaklingum að velja hluta af
þessum 30 einingum en binda hluta.
3 Kristinn Ármannsson, Einar Magnússon, Guðni Guðmundsson og Heimir Þor-
leifsson 1975: 11-12.
4 Bogi Th. Melsteð 1986: 129.