Skírnir - 01.04.2011, Síða 131
SKÍRNIR HÚMANISMINN, UPPLÝSINGIN OG ... 129
prósentureikningr, rentureikn., félagsreikn. og einföldustu reglur
fyrir flatarmáli. 8. íslenzk réttritun og æfing í að tala og rita skipu-
lega. 9. að skilja dönsku á bók.“12
• Bogi Th. Melsteð 1888: Leikfimi, söngur, handiðnir, teikning,
skrift, stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði, efnafræði, steinafræði,
grasafræði, dýrafræði, líffærafræði, landafræði, sagnfræði, ís-
lenska, danska, enska, þýska, latína, franska.13
• Stefán Stefánsson 1888: „Á öllum unglingaskólum ætti að kenna:
lestur, teikning, skrift, kristileg fræði, reikning, rjettritun, valda
kafla úr almennri sögu og sögu Islands, og helstu meginatriði
náttúrufræðinnar, almennrar landafræði og heilbrigðisfræðinnar.
Auk þess ætti að láta unglingana temja sér ýmsa leikfimi og
handavinnu.“14
Tillaga Boga um nám til undirbúnings háskólanámi víkur mjög frá
hefð Lærða skólans því Bogi gerir aðeins ráð fyrir latínukennslu fyrir
18 og 19 ára unglinga og segir að kennslan eigi að vera sem svarar 7
vikustundum. Þetta er talsvert ólíkt tillögu Jóns Sigurðssonar frá því
tæpri hálfri öld fyrr, en Jón gerði ráð fyrir að latínan dreifðist á 6 ár
og væri sem svarar 46 vikustundum af alls 204.
Það er sláandi hvað námsgreinalistinn hjá Locke er nauðalíkur
þeim sem í gildi var við Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík á ár-
unum eftir 1904. Munurinn er einkum sá að Locke vildi kenna
siðfræði, dans og garðyrkju eða landbúnað, en söngur, fornald-
arfræði (þ.e. grískar fornbókmenntir) og íþróttir komust ekki á blað
hjá honum og ekki heldur danska og þýska.15 Annar munur sem
vert er að nefna er að Locke gerði ekki ráð fyrir að lestur fagur-
bókmennta væri innifalinn í kennslu móðurmáls eins og raun hefur
orðið við menntaskóla nútímans. Einnig eru tillögur þeirra íslensku
nítjándualdarmanna sem vitnað var til hér að ofan merkilega líkar
námskrá Lockes.
12 Valdimar Ásmundarson 1986: 123-124.
13 BogiTh. Melsteð 1986: 132.
14 Stefán Stefánsson 1986: 163.
15 Námsgreinarnar lestur og skrift sem Locke nefndi voru líklega ætlaðar börnum
fremur en unglingum.