Skírnir - 01.04.2011, Page 137
SKÍRNIR HÚMANISMINN, UPPLÝSINGIN OG ... 135
sjón að sjá nemanda eftir 15 til 16 ára skólagöngu. Ekki yrði merkt
að honum hefði farið fram á annan hátt en þann að latínan og
grískan hefðu gert hann montnari og hrokafyllri en hann var áður
en hann fór að heiman. Montaigne sagði að tímanum væri betur
varið við að leika tennis heldur en við nám sem hvorki bætti hrær-
ingar sálarinnar né stuðlaði að heilbrigðari dómgreind: Tennis
liðkaði að minnsta kosti líkamann.35
John Locke, sem nefndur var í 2. hluta sem helsti menntahugs-
uður upplýsingarinnar og höfundur Hugleiðinga um menntamál
þekkti rit Montaigne36 og tók undir gagnrýni hans á skólanám sem
snerist einkum um latínu og grísku. En gagnrýni Lockes á skóla-
hald sinnar aldar byggðist þó ekki nema að hluta til á því sem hann
hafði lesið. Hann nýtti einnig sína eigin reynslu.
Frá 1646, þegar Locke var 14 ára, til 1652, gekk hann í strangan
unglingaskóla í Westminster þar sem skólapiltar kynntust hörðum
aga. Þetta þótti virðulegur skóli á sínum tíma. Námsefnið var aðal-
lega latína og gríska en einnig hebreska, arabíska, reikningur,
rúmfræði og landafræði. Þrjú síðastnefndu fögin voru öll kennd á
latínu. Skóladagurinn var langur og strangur og fór að mestu í lat-
ínu og forngrísku, einkum utanbókarnám á málfræði þessara mála;
texta- og ljóðagerð; þýðingar milli þeirra og mælskulist.37
Locke líkti þessum skóla sem hann gekk í við þrælahald í forn-
öld þar sem menn voru pískaðir áfram og sagði að þrælslegur agi
gerði menn þrælslega í lund („slavish Discipline makes a slavish
Temper").38 Mælskulist, eins og hann var látinn læra, taldi hann
ekki eiga neitt erindi við börn og unglinga og ekki heldur ljóðagerð
á fornmálum.39 Hann andmælti ekki aðeins kennsluháttum, aga og
áherslum þessa eina skóla sem hann gekk sjálfur í, heldur gerði upp-
reisn gegn allri skólahefð húmanismans og mótaði nýja mennta-
stefnu sem var öndverð henni.40
35 Montaigne 1991: 156.
36 Yolton og Yolton 1989: 8-14.
37 Woolhouse 2007: 10-15.
38 Locke 1989: 113 og 207 [§49 og §147].
39 Sama rit: 230 og 240 [§174 og §188].
40 Bantock 1980: 240.