Skírnir - 01.04.2011, Page 140
138
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
né óvenjulegar. Þær spegluðu aldaranda sem birtist líka í ritum
manna á borð við Vicesimus Knox (1752-1821), Samuel Taylor
Coleridge (1772-1834), John Stuart Mill (1806-1873) og Matthew
Arnold(l 822-1888).48
Schiller leit svo á að sönn menntun jafngilti alhliða þroska sem
fæli í sér skilning, góðmennsku og smekkvísi og hún væri eftir-
sóknarverð í sjálfri sér en ekki einungis vegna þess að hægt væri að
nota hana til að fá gott embætti eða öðlast einhver önnur veraldar-
gæði. En þótt hann teldi menntun hafa gildi í sjálfri sér lagði hann
líka áherslu á vissa gerð af nytjagildi, einkum mikilvægi almennrar
og alhliða menntunar fyrir þróun lýðræðislegri stjórnarhátta, jafn-
réttis og betra samfélags.49 Hann hafnaði því ekki alfarið áherslum
upplýsingarinnar á nytjagildi náms heldur reyndi að sætta og sam-
þætta áherslur á hið háleita og hið hagnýta.
Svar Schillers við ofuráherslu upplýsingarmanna á hið hagnýta
var að endurvekja að nokkru menntahugsjón húmanismans og hefja
forngríska menningu á stall, enda taldi hann að aðalsmerki klass-
ískrar grískrar menningar hefði verið að þar var maðurinn heill og
sannur og þroski hans alhliða og jafnvægi og eining í tilverunni.50
Þessi upphafna mynd Schillers af fornri menningu Grikkja birt-
ist í ljóðum hans eins og til dæmis „Skemmtigöngunni" (Der Spa-
ziergang) sem til er í íslenskri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar
og „Grikkja-goðum“ (Die Götter Griechenlands) sem Helgi Hálf-
danarson þýddi.
Fleiri andans jöfrar á þessum tíma sáu gríska fornmenningu fyrir
sér í hillingum og þar var heimspekingurinn Georg Hegel (1770-
1831) fremstur í flokki. Honum þótti, eins og Schiller, samtímamenn
sínir klofnir sundur í skynsemi og tilfinningar og trúði því að í Hellas
hefði þetta ekki verið svona, þar hefði maðurinn verið heill.51
Svipaða hugsun og hjá Schiller má finna hjá mörgum af frum-
kvöðlum rómantísku stefnunnar sem töluðu um heildræna mennt-
48 Arnold 1925: 8-9; Bantock 1984: 48 o.áfr., 112, 209-210 og 216; Schmitter,
Tarcov og Donner 2006: 87.
49 Schiller 2006: 110; Þröstur Ásmundsson 2006: 46.
50 Schiller 2006: 88 o.áfr.
51 Atli Harðarson 1998: 215-216.