Skírnir - 01.04.2011, Page 143
SKÍRNIR HÚMANISMINN, UPPLÝSINGIN OG ... 141
Ólafsson ritaði árið 1875 gefur örlitla hugmynd um þá breytingu
sem orðið hefur í þessum efnum síðan á nítjándu öld.
Ég skal aðeins nefna eitt land, það er Prússland, er nú um tíma hefir fengið
mestan veg, sem kunnugt er. Þar gengu nú fyrir nærfellt 40 árum síðan svo
margir í latínuskóla og gagnfræðaskóla, að einn skólapiltur kom á hverja 585
landsmanna. Eftir því ætti hér á landi að vera nálægt 120 pilta í skóla ár
hvert. Með öðrum orðum: nálega helmingi fleiri þurfa að læra en nú er.60
Englendingurinn Micheal Oakeshott (1901-1990) var einn af merk-
ustu menntaheimspekingum síðustu aldar. I grein eftir hann sem
heitir „A Place of Learning" og birtist árið 1975 lýsti hann skóla
sem stað þar sem er næði svo hægt sé, ótruflaður af erli tímans, að
hlýða á þá sem skarað hafa fram úr. Hann dásamaði líka frjálsa
menntun sem væri laus við þá mæðu að uppfylla tilfallandi þarfir. I
þessari sömu grein sagði hann að menntun í hefðbundnum náms-
greinum gerði nemendum kleift að taka þátt í samræðu lærða manna
á mörgum tímum og nema fleiri raddir en þá sem hæst lætur nú um
stundir. Oakeshott sagði að þessi háværasta rödd samtímans mælti
máli græðginnar („the language of appetite").61
I augum þeirra sem sjá skólanám í svipuðu ljósi og Oakeshott er
skiljanlegt og eðlilegt að innihald stúdentsnáms breytist hægt og að
þrátt fyrir allt umrót tuttugustu aldar hafi listinn yfir námsgreinar
sem stúdentsefni læra haldist lítt breyttur.
En hugsi menn sem svo að stúdentsnámið eigi einkum að
mæta tilfallandi þörfum og þeir sem móta námskrá eigi umfram
allt að hlusta á raddir sem mest gjalla í samtíðinni, kann þeim að
virðast undarlegt og jafnvel óskiljanlegt hvað innihald þess hefur
breyst hægt og lítið undanfarna öld þótt annað hafi verið á ferð
og flugi.
Hér hefur verið gerð ofurlítil grein fyrir tveim ólíkum, og að
ýmsu leyti öndverðum, stefnum í menntamálum sem mótuðu
áherslur danskra og þar með líka íslenskra skóla. Báðar þessar
60 Arnljótur Ólafsson 1986: 72.
61 Oakeshott 1989: 24, 28, 38 og 41^12.