Skírnir - 01.04.2011, Page 148
146
ORRI VÉSTEINSSON
SKÍRNIR
eyrina þegar sendimaður ríður niður á hana. Það hefur þegar drifið
að krakka af næstu bæjum og hálfvitinn frá Tréstöðum er mættur á
sinn vanalega stað. Mikið að hann hafi ekki orðið úti við þaulsetur
sínar að fylgjast með kaupmönnum. Sendimaður stígur af baki og
sest á stein en sprettur síðan upp aftur og gengur fram á eyrarodd-
ann og byrjar að kalla: Velkomnir í guðs friði, þess óskar príorinn
á Möðruvöllum, eh, hverjir eru með skipinu og þurfið þið hesta
strax? Á þilfarinu er uppi fótur og fit, menn að baksa við seglin og
aðrir að umstafla pökkum og tunnum, en einn gefur sér tíma til að
svara. Nafnaþulan er löng og svitinn sprettur út á enni sendimanns:
Skyldi hann muna þau öll? Og já, það er fólk sem vill komast til
Möðruvalla í kvöld, þarf þrjá hesta. Sendimaður hlunkast niður á
steininn aftur, það var svosem auðvitað að hann þyrfti að ganga
heim, ekki einu sinni með nesti.
Eftir dágóða stund leggst eftirbáturinn frá skipinu og þremur
körlum og einni konu er róið í land. Sendimaður hjálpar til við að
draga bátinn upp á sandinn svo frúin geti stigið þurrum fótum í
land. Það tekst næstum því. Hann heilsar stýrimanni og farþegunum
þremur, höfðingsmanni, konu hans og prestvígðum syni með þótta-
svip. Höfðinginn er kominn út með sýslu á Vestfjörðum og má
engan tíma missa; ætlar að vera á Möðruvöllum í nótt og ríða til
Hóla á morgun. Hann mun láta senda eftir farangri þeirra og vöru
seinna, og sendimaður og stýrimaður horfa á eftir þeim hverfa í ryk-
mekki í áttina að Möðruvöllum. Eftirbáturinn er þegar lagður af
stað aftur til skipsins en stýrimaður dregur upp bréf og les það yfir
sendimanni. Það er umboð frá Islandskaupmanni í Björgvin, aðal-
eiganda skipsins, til stýrimanns og kaupmanna á hans vegum til að
tjalda, hafa og halda, grafa og nota lóð sína á Gásum, svo lengi sem
skipið er við Island í þessari ferð. Fyrst um sinn verður að duga að
lesa þetta yfir sendimanni og þremur forvitnustu krökkunum því
stýrimaður vill tjalda búðir þennan sama dag. Það eru farþegar um
borð sem aldrei hefðu átt í skip að fara, sjóveikir nöldurseggir sem
geta ekki beðið eftir að komast í land. I næstu ferð kemur báturinn
með vaðmálsstranga og stoðir en það er aðeins hluti af því sem til
þarf, ný efni (raunar gömul segl) í stað þess sem var orðið lélegt í
fyrra. Gömlu tjöldin og stoðirnar eru í geymslu á Gásabænum og