Skírnir - 01.04.2011, Page 150
148
ORRI VÉSTEINSSON
SKÍRNIR
Sendimaður veltir fyrir sér hvort hann eigi að flýta sér heim til
Möðruvalla með þó þessi tíðindi, eða hvort hann ætti að fylgjast
með lengur. Aldrei að vita hvort hann gæti orðið einhvers vísari sem
myndi milda reiði príors; kannski að það séu einhverjir tignir gestir
sem honum yrði þakkað fyrir að laða heim að Möðruvöllum, og
kannski að hann heyri einhverjar fréttir sem slægur væri í. Á lóðinni
eru að rísa tjöld yfir niðurgrafnar búðirnar. Á einum stað hefur
hrunið úr kanti og er þegar búið að moka efninu í burtu; búðin
verður þeim mun stærri fyrir vikið, en þetta kallar á að það þarf að
sníða tjaldið upp á nýtt yfir þessa búð. Þetta eru sáraeinföld mann-
virki; mjóar stoðir eru reyrðar með tágum við ása sem þær halda
uppi. Þar ofan á er tjöldunum hvolft og þau fest við jörðina með
hælum en lausum steinum hlaðið að á milli. Vaðmálið í tjöldunum
er hnausþykkt og flest eru þau án ops eða dyra. Það er aðeins ein búð
sem er með dyrum og er innangengt úr henni í hinar. Ekki er tjaldað
yfir allar gryfjurnar á lóðinni fyrst um sinn. I sumum þeirra eru
eldstæði sem betra er að hafa undir beru lofti, að minnsta kosti
meðan veðrið versnar ekki til muna, en aðrar verða fylltar með vöru
og dúkur síðan strengdur yfir.
Nokkrir farþegar eru þegar byrjaðir að koma sér fyrir í einni
búðinni þar sem lágir torfbekkir eru meðfram veggjum. Það eru
tvenn hjón, hvortveggja við aldur og greinilega pílagrímar komnir
heim. Þau höfðu öll fleygt sér á bæn um leið og þau stigu í land og
það stóð á endum að þegar mesti þakkargjörðarákafinn fór að renna
af þeim var búðin sem þeim var ætluð tilbúin. Sendimaður ranglar
inn á eftir þeim og veit ekki fyrr til en búið er að kyrrsetja hann á
bekk og farið að lesa yfir honum ferðasögur, tvær í einu raunar, aðra
um ferð til Kantaraborgar og hina alla leið til Heilags Jakobs í Stellu.
Það er svosem ekki á hverjum degi sem sendimaður hittir svo
víðförult fólk en hann hefur heyrt slíkar sögur áður, um hremm-
ingar sem henda ferðamenn, okur á veitingahúsum, vondan mat,
misskilning og illgirni en þrátt fyrir allt mótlætið fjölbreyttan vitn-
isburð um dýrð Guðs, um stórkostlegar dómkirkjur og kraftaverk.
Að draga upp úr þessu fólki fréttir er hinsvegar ekki nokkur leið.
Það vill honum til happs að Kantaraborgarfararnir taka upp úr
ferðakistu sinni ölkönnu sem þau hafa dregið með sér alla þessa leið