Skírnir - 01.04.2011, Page 154
152
ORRI VÉSTEINSSON
SKÍRNIR
lega ekki að fólk geti keypt sér útlenskar húfur eða vopn bara af því
að það hefur efni af því. Þetta verður mikill dans en hann fer fram
fjarri Gásum.
En ekki eiga allir vel skilgreind erindi til Gása í þessari viku.
Margir koma bara til að fylgjast með og fá fréttir og presturinn í
Glæsibæ kemur til að fylgjast með þeim og koma í veg fyrir synd-
samlega hegðun. Það tekst nú ekki að öllu leyti og er talsverður
gleðskapur á Gásum þessi sumarkvöld; stýrimaður og kaupmenn
veita vel ýmsum fyrirmönnum, enda þarf.að semja um vetrarvist og
ýmiskonar greiða og fyrirgreiðslu á báða bóga. Áhöfn og farþegar
luma líka á öli og víni og það eitt og sér dregur fólk að. Þegar vika
er liðin frá skipskomu hefur sendimaður fengið nóg af svalli og hann
heldur heim á leið. Það er líka farið að hægjast um; flestir farþegar
horfnir á braut og mest af farminum komið á þurrt land. Áhöfnin
er nú að stærstum hluta flutt í búðirnar og í þriðju vikunni er skipið
dregið á land. Það hefur verið í stöðugum siglingum allan síðasta
vetur og kominn er tími á margvíslegt viðhald. Það þarf að skrapa
botninn, tjarga, skipta um veik og undin borð, ónýtan saum og fara
yfir segl og reiða. Hluti áhafnarinnar mun dveljast á Gásum við slík
verk fram eftir sumri, en flestir fara með stýrimanni og kaup-
mönnum á vistir. Það er margur starfinn við að flytja vörur og um-
pakka þeim, en sumir úr áhöfninni kunna fyrir sér í smíði og aðrir
að fara með vopn. Það verður næg þörf á þjónustu þeirra.
Kaupmenn munu hafa ærinn starfa fram undir jól að selja varn-
ing sinn. Það er vandasöm iðja sem krefst góðrar þekkingar á stöðu
manna og virðingarröð. Viðræður fara einkum fram á mannamótum
og kaupmenn velja sér því helst vistir þar sem mestar líkur eru á að
flest fólk komi. En þeir fara líka í heimsóknir og sitja veislur þar
sem haldið eru upp á kirkjudaga eða blásið til brúðkaups. Einnig
geta þeir þurft að ganga á eftir skuldum þeirra sem keyptu varning
í síðustu ferð, fyrir tveimur árum, en greiddu svo ekki um vorið
áður en skipið fór utan. En sá háttur er á þessu að hinir íslensku
viðskiptamenn borga fyrir varninginn með vaðmáli, skreið, lýsi,
skinnum, brennisteini eða öðru sem um semst og skila því á tiltek-
inn stað, stundum til Möðruvalla og stundum beint á Gásir. Ef varn-
ingur kemur snemma til Gása er hann geymdur í kirkjunni og hefur