Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 158
156
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
Karl „við mismunun" (103) eins og Una, ástin í lífi hans, kemst að
orði eftir að hann lýsir starfi sínu fyrir henni. Ástuson er spásölu-
maður, Karl vogunarsjóða, vaxta- og gengismunar — og býr ekk-
ert til sem raunverulegt getur talist. Hann er væntingatúlkandi eða
skortsali, jafn fimur í því að lesa í þarfir kvennanna sem leggjast með
honum og vonir markaðarins. Jafnvel sautján ára stöðuglyndið,
aðferðina sem hann notar til að binda sjálfan sig við fortíðina, Ástu
móður sína og stúlkuna Unu, mætti greina sem mismunarbrask.
Söguhetjan hámarkar minninguna af móðurinni sem lést þegar hann
var aðeins átján ára (45) og stúlkunni sem gekk honum úr greipum
eftir sjö mánaða samband (77) með því að greiða sjálfum sér aftur og
aftur arð af hverju augnabliki sem dvaldi hann í návist þeirra. En
hvernig svo sem Karl Ástuson er túlkaður má segja að hann sé
fulltrúi þeirra köldu ástar sem Steinunn Sigurðardóttir hefur svo oft
fjallað um í sögum sínum og ljóðum.
I upphafi Góða elskhugans eru Karl og Una þrjátíu og sjö ára
gömul, rétt eins og Alda í fyrstu köflum Tímaþjófsins, en árið (eða
talan) virðist hafa djúpa þýðingu í skáldsögunum tveimur og marka
tímamót, hvort sem þau felast í sundrungu sem leiðir til dauða
(Alda) eða í tilgangsríkri upprisu þegar elskendurnir ná loks aftur
saman (Karl og Una).2 Karl, sem er í sögubyrjun staddur í fjarlægu
landi, á framandi strönd, ákveður að halda í óvænta ferð til Islands
í von um að berja sína heittelskuðu augum — hugsanlega í hinsta
sinn. Forlögin haga því svo að fyrstu nóttina á Islandi dvelur hann
í næsta húsi við Unu á Seltjarnarnesinu og eftir að hafa ráðfært sig
við gamla ástkonu, geðlækninn Doreen Ash, ákveður hann að
hringja í Unu um nóttina. Una, sem er barnlaus og í ástlausu hjóna-
bandi, ákveður að yfirgefa mann sinn og fylgja Karli til útlanda strax
þá um morguninn. I sögulok er Una barnshafandi. Hún á von á
stúlku sem verður nefnd í höfuðið á ömmu sinni Ástu og Doreen,
sem stytti sér aldur eftir að hafa skrifað bók um einnar nætur sam-
2 Það er freistandi að lesa upphafssenu Tímaþjófsins út frá slíkri talnaspeki en þar
fylgist hin þrjátíu og sjö ára gamla Alda Oddsdóttir Ivarsen með því þegar kista
er borin út úr Dómkirkjunni og áætlar að samanlagður aldur aðalsyrgjenda sé
þrjátíu og sjö: „Hlýtur að vera ung kona, því maður um þrítugt og sjö eða átta ára
stelpa ganga fyrst." Sjá Steinunni Sigurðardóttur 1986: 7.