Skírnir - 01.04.2011, Page 159
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
157
band sitt við Karl. í nafni litlu stúlkunnar eru ýmsir af lausum
þráðum sögunnar hnýttir saman, en þó ekki allir. Margþættur upp-
runi stúlkunnar gefur henni vald til þess að kenna sig í ólíkar áttir,
velja sér þá tengingu við fortíðina sem henni hentar best þegar hún
verður stór: „Ásta Doreen Karlsdóttir, Ásta Doreen Ástuson, Ásta
Doreen Ash“ (200).
Þröstur Helgason veltir því fyrir sér í dómi um Góða elskhug-
ann hvort Steinunn Sigurðardóttir skrifi „ástarsögur sem fjall[i] um
hinn eina sanna drifkraft í lífi sérhvers manns sem er merkingin. Að
finna ástina er að uppgötva merkinguna með öllu saman."3 Það væri
vissulega forvitnilegt að endurhugsa ástarsöguna, þessa forsmáðu
bókmenntagrein, á slíkum forsendum og segja hana snúast um
veigamestu spurningar mannlegrar tilveru. En merking ástarsög-
unnar sem bókmenntagreinar býr ekki aðeins í viðfangsefni hennar.
Hún býr jafnframt í sjálfri formgerðinni, sem er mótuð af marg-
slungu samspili höfundarætlunar og túlkunarhefðar, en þar verða
merkingarleikur og merkingarleit ekki skilin í sundur.
Höfundurinn og góði lesandinn
Alda Björk Valdimarsdóttir hefur bent á tengsl ástarsögunnar við
goðsögur, en hún leggur þann skilning í goðsöguhugtakið að í „frá-
sögnum af ást afhjúpist dýpstu þrár kvenna og langanir".4 Þetta eru
þær sögur sem konur telja að búi yfir mestu gildi. Alda vísar í kenn-
ingar kanadíska fræðimannsins og ljóðskáldsins Rosemary Sullivan
sem hefur upp frásagnargildi ástarinnar. Sullivan segir einstaklinga
gjarnan skynja ást sína sem „stórfenglega dramatíska“ og ótrúlega
spennandi sögu: „Frásagnir kvenna af ástarævintýrum eigi að
hljóma ósennilega, hneykslanlega og framandi af þeirri einföldu
ástæðu að enginn hafi áður elskað af slíkum tilfinningahita". Frá-
sagnir af ást eru því í ákveðnum skilningi leikrænn flutningur sem
þarfnast áhorfenda og telur Alda að íslenska orðið „ástar-ævintýri“
3 Þröstur Helgason 2009.
4 Alda Björk Valdimarsdóttir 2006a: 180. Bók Rosemary Sullivan heitir Labyrinth
of Desire. Women, Passion and Romantic Obsession.