Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 161
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
159
sérstakri skáldsögu (187). Sjálfsvísun eða sjálfsvitund sögunnar af
Karli Ástusyni dregur fram rætur verksins í tungumálinu, bók-
menntagreininni sem sagan tilheyrir.6 7
Sjálfsögulega eiginleika Góða elskhugans má finna víða. Eins og
farið verður nánar í síðar í þessari grein er Karl afsprengi gam-
algróinnar vestrænnar sagnahefðar, skilgetið afkvæmi evrópsku til-
finningaskáldsögunnar sem ruddi sér til rúms á síðari hluta átjándu
aldar og ummótaðist í ýmiss konar frásagnir af ástinni á nítjándu og
tuttugustu öld. Frásagnarminnið er jafnframt gamalkunnugt öllum
þeim góðu lesendum sem þekkja til verka Steinunnar, en frá
Tímaþjófinum (1986) hefur hún iðulega fjallað um ást í meinum í
skáldverkum sínum. Hún er meginviðfangsefni Astarinnar fiskanna
(1993), Hundrað dyra ígolunni (2002) og Sólskinshests (2005), auk
þess sem elskhugar eru tíðir gestir í ljóðum skáldkonunnar, t.d. í
Hugástum (1999) og Astarljóðum af landi (2007)7
Vitundin um þessa gamalgrónu hefð birtist víða á síðum Góða
elskhugans. Karl reynir sjálfur að skoða samband sitt við Unu í ljósi
mikilla bókmenntaásta, t.d. lætur hann sig dreyma um að leggja
stund á læknisfræði og endurskírir stúlkuna sína Unu Larissu (108-
109), eftir að hafa lesið Doktor Zhivago (1957) eftir rússneska rit-
höfundinn Boris Pasternak (1890-1960). Að sama skapi heldur Karl
út að Grand Central brautarstöðinni í New York þegar hann hefur
fengið eintakið af „Góða elskhuganum“ eftir Doreen Ash í hendur
(137-138). Þar hafði hann sautján árum fyrr, nýkominn til borgar-
innar, tárfellt í umkomuleysi sínu „yfirkominn af stærð hennar og
veldi“ (140, sjá einnig 97). Síðar fréttir hann af bók Elizabeth Smart
6 Hér má vísa í umfjöllun Ástráðs Eysteinssonar (1999: 214) um sjálfsögur (e.
metafiction), en hann ræðir sjálfsöguna sérstaklega í ljósi póstmódernisma í
greininni „Þetta er skáldsaga: / sama klefa eftir Jakobínu Sigurðardóttur". Jón
Karl Helgason kallar þetta sögusagnir og vísar til kenningar Rolands Barthes um
að bókmenntirnar hafi farið að „segja sig sjálfar ... líta svo á að þær væru tvöfaldar
í roðinu: í senn fyrirbæri og rannsókn á því fyrirbæri; orðræða og orðræða um þá
orðræðu, saga og sögusagnir“. Sjá „Hugtök“: http://uni.hi.is/jkh/sogusagnir/
hugtok/ Sótt 1. október 2010.
7 Margt hefur verið skrifað um ástarþráhyggju í bókum Steinunnar, t.d. greinar
Öldu Bjarkar Valdimarsdóttur (2006a; 2006b) og grein Helgu Kress (2000) sem
birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar 1988.