Skírnir - 01.04.2011, Page 162
160
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
(1913-1986) By Grand Central Station I Sat Down and Wept (140),
en sagan byggir á stormasömu sambandi höfundarins við giftan
mann og er eitt frægasta verk módernismans um ástarþráhyggju.
Vísunin í skáldsögu Smart er eitt af fjölmörgum dæmum um
flókna samræðu Steinunnar við lesendur sína, en Alda Björk Valdi-
marsdóttir hafði áður tengt efni bókarinnar ástarviðföngum í sögum
Steinunnar:
Þegar Rosemary Sullivan hitti Elizabeth Smart, höfund skáldsögunnar By
Grand Central Station I Sat Down and Wept (1945) [...] spurði Sullivan
hvers vegna karlinn sem söguhetjan er svo yfir sig ástfangin af væri aðeins
skuggi, næstum því andlitslaus. „Auðvitað hefur hann ekki andlit", svaraði
Smart óþolinmóð: „Hann er viðfang ástarinnar". Ástarviðföngin í sögum
Steinunnar eru að sama skapi andlitslaus, en það er eitt einkenni sagna sem
lýsa ástarþráhyggju. Þó að „kærastinn“, karlinn sem Lilla hrífst af í Sól-
skinshesti, endurgjaldi ást hennar, er hann jafn fjarlægur og Hans og grísku-
prófessorinn og rétt eins og gerist í öðrum sögum Steinunnar fellur skuggi
hans yfir allt líf Lillu.8
Steinunn bregst ekki aðeins við greiningu Oldu Bjarkar með því að
láta nýjustu söguhetju sína tárast á sömu brautarstöð og konuna í
bók Smart, heldur gerir hún hugmyndina um andlitslausa ástar-
viðfangið og skuggann sem fellur yfir heilt líf að viðfangsefni í sögu
sinni. Nóttina sem Karl dvelur fyrir tilviljun í næsta húsi við Unu
og veltir fyrir sér hlutskipti sínu dregur hann upp mynd af ástkon-
unni Unu, sem ófyllanlegri eyðu, eins mótsagnakennt og það kann
að hljóma:
Ef lífið var málverk meistara af konu með landslagi, þá var búið að afmá
manneskjuna, miðjuna úr myndinni, með terpentínutusku. Eftir sat hug-
mynd um upprunalegan lit, alls ekki um neitt form. Konan í málverkinu
var ekki þar sem hún átti að vera, hann var ekki málari sjálfur. Upprunalegi
málarinn var sextándu aldar meistari, enginn gæti málað konuna, enginn
vissi hvernig hún átti að vera nema hann sjálfur, Karl Ástuson, sem kunni
ekki að mála. Ævistarfið, fyrir utan braskið, var að gera tilraunir til þess að
setja alls konar ástkonur í eyðuna á myndinni, þar sem upprunalega konan
hafði verið, sú eina sanna. (52)
8 Alda Björk Valdimarsdóttir 2006a: 203.