Skírnir - 01.04.2011, Page 163
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
161
Að sama skapi á Una á hættu að verða að óhöndlanlegum skugga.
Þegar Karl heldur út á Seltjarnarnes í upphafi sögunnar í von um
að berja gamla ástkonu augum, sér hann henni rétt bregða fyrir í
glugga sem hann stendur úti á stéttinni í næturmyrkrinu og fylgist
með húsi hennar: „Kona á dimmbláum náttfötum gekk fyrir af-
langan stofuglugga. Rimlatjöldin fóru hægt niður. Og skugginn af
konunni slökkti á lampanum og lét sig hverfa" (16). Síðar þetta
kvöld skilur Karl að þetta er lokaferðin til Islands. Hann hafði séð
konunni bregða fyrir og hvernig „skugginn af henni slökkti á lampa
í stofunni. Honum var úthlutað þessari lokasýn. Þá átti hann ekki
fleiri erindi til Islands“ (36). Skuggi Unu fellur þó ekki yfir allt líf
Karls eins og staðfastur lesandi sagna Steinunnar býst við. Það
kemur góða lesandanum jafnmikið og Karli á óvart að síðar sömu
nótt, nótt hinna stystu skugga, kemur Una til fundar við ástmann
sinn, þau taka upp þráðinn aftur eftir sautján ára aðskilnað og frá
þeirri stundu dvelur hún ávallt við hlið hans. Lýsingin á skugga Unu
verður fyrir vikið að írónískum mislestri Karls og lesanda ástarsög-
unnar sem reiða sig um of á gamalkunn frásagnarminni úr sögum
Steinunnar.
Á sama hátt ber að skilja áherslu Steinunnar á geðlækna og
sálfræðinga sögunnar, Doreen Ash, Liinu Minuti og Melanie van
der Stein, sem samræðu við ólíka greinendur verka hennar. Allt frá
því að Helga Kress las Tímaþjófinn í Ijósi sálgreiningar Júlíu Krist-
evu hafa sögupersónur Steinunnar legið á bekknum. Torfi Tulinius
skoðar Öldu í Tímaþjófinum í ljósi kenninga André Green9 og Alda
Björk Valdimarsdóttir greinir þær út frá Sigmund Freud, Jacques
Lacan, Anton Ehrenzweig og Melanie Klein. Nú síðast beitir Úlf-
hildur Dagsdóttir kenningum Luce Irigaray um speglunarþörf karla
í konum á Góða elskbugann,10 og kemur þannig sjálfsögulegri
túlkun „Góða elskhugans“ í uppnám, en yfirlýstar fyrirmyndir Do-
reen Ash í greiningu sinni á Karli eru „Sigmund Freud og skugginn
af Melanie Klein“. Án þeirra „hefði þessi bók ekki verið skrifuð"
(135) segir í sögunni. Hvor bókanna? — spyr lesandi sögunnar sig
9 Sjá TorfaTulinius 2001: 91-103.
10 Ulfhildur Dagsdóttir 2010: 132.