Skírnir - 01.04.2011, Síða 164
162
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
kannski — Góði elskhuginn eftir Steinunni eða „Góði elskhuginn"
eftir Ash?
Skugginn af Melanie Klein er líka langur. Hann liggur í gegnum
greiningu fræðimanna á fyrri verkum Steinunnar, t.d. Tímaþjóf-
inum,n langt inn í Góða elskhugann. Hann nemur líklega ekki
staðar fyrr en í sögulok hjá starfsystur og nöfnu Melanie Klein,
geðlækninum Melanie van der Stein, sem tekur við síðustu tveimur
sjúklingum Doreen Ash, hommunum Robin og Markson (177-
178). Melanie Klein og Melanie Stein eru nánast alnöfnur þar sem
ættarnöfn þeirra ríma, auk þess sem Stein er nefnd eftir höfundinum
sjálfum, Steinunni Sigurðardóttur. Höfundurinn og sálgreinirinn
renna saman, enda er verksvið beggja minningarnar, „heimsins
óáreiðanlegasta efni“ (160).
Hún líktist mér að andlitssvip og augum ...
I upphafi var Lotta. Hún er sú fyrsta sem nefnd er í Góða elskhug-
anum, stígur fram í þriðju línu textans (7), löngu áður en Karl Ástu-
son segir loks til nafns (35). Lotta, sem er aðstoðarkona Karls, er
væntingatúlkandi rétt eins og húsbóndi hennar, en starf hennar felst
í því að gera ráð fyrir þörfum Karls, hvort sem hún á að finna sand-
strendur „eftir hans höfði“ (7) eða íbúðir sem falla að hans fágaða
smekk. En Lottu má einnig skilgreina sem annars konar upphafs-
konu. I skáldsögu sem snýst jafnmikið um tilurð sína og bók Stein-
unnar gerir, um rætur í tungumáli og hefð, getur það vart verið
tilviljun að Lotta skuli vera nefnd eftir hinu stóra ástarviðfangi til-
finningabókmennta, Lottu í skáldsögu Johanns Wolfgangs Goethe,
Raunum Werthers unga (1774).12
Þó að vissulega megi finna fjölmörg dæmi um tregafullar og
forboðnar ástir í vestrænum bókmenntum fyrir daga Goethes, hér
nægir að nefna sögu Abelards og Hélo'ise frá tólftu öld og Rómeó og
Júlíu (1597) eftir William Shakespeare, má í Raunum Werthers unga
finna eina fyrstu birtingarmynd frásagnarinnar í nútímabók-
11 Sbr. Öldu Björk Valdimarsdóttur 2006b: 150-154.
12 Bókin kom út í íslenskri þýðingu Gísla Ásmundssonar árið 1987.