Skírnir - 01.04.2011, Page 165
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
163
menntum. Hin sívaxandi borgarastétt öðlast nú loks hlutdeild í
þjáningu sem fram að því hafði þótt svo háleit að hún væri aðeins á
færi evrópskra aðalsmanna. Goethe horfði í sögu sinni til skáldsagna
Samuels Richardson Pamelu (1740-1741) og Clarissu (1747-1748),
auk þess sem Júlía, eða nýja Héloise (Julie, ou la nouvelle Héloise,
1761) eftir Jean Jacques Roussau (1712-1778) var honum mikilvæg
fyrirmynd. Á Bretlandseyjum festist tilfinningaskáldsagan í sessi
með verkum eftir Sarah Fielding (1710-1768), Henry Brooke
(1703-1783) og Lawrence Sterne (1713-1768), en verk hans A Senti-
mental Journey (1768) hafði gríðarleg áhrif. Síðast en ekki síst má
nefna skáldsögu Henrys Mackenzie (1745-1831), The Man of Feel-
ing (1771).13
Tilfinningaskáldskapur var síst bundinn við skáldsagnagerð og á
síðustu áratugum átjándu aldar spruttu fram fjölmörg ljóðskáld sem
ortu undir áhrifum stefnunnar, jafnt konur sem karlar, þótt tilfinn-
ingaljóðið væri á Bretlandseyjum oftar tengt kveðskap kvenna.14 Eins
og bandaríski bókmenntafræðingurinn Jerome J. McGann hefur
bent á, varð mikilvægi ástarinnar í mannlegri reynslu að lykilatriði í
skáldskapnum. Manneskjan varð að gefa sig alla á vald því feiknarafli
sem fylgdi sannri ást, henni þjónuðu hugur, hjarta og líkami algjör-
lega og að fullu. Hver þessara þriggja uppspretta gat brugðist ástinni
og ef líkaminn brást, t.d. með því að sýna losta eða teprulega vand-
lætingu hafði það jafn alvarlegar afleiðingar og svik hugar og hjarta.15
Auðvelt er að skoða Karl Ástuson út frá þessum gömlu hug-
myndum tilfinningaskáldskapar. Hann setur sjálfum sér strangar
vinnureglur þegar kemur að samskiptunum við hitt kynið og neitar
sér „kerfisbundið um þau notalegheit að eiga kærustu eða konu“
(50) í nafni heitrar og staðfastrar ástar á Unu. Þegar hugur Karls
leitar til Dorene Ash eftir útgáfuhófið og lestur „Góða elskhugans"
upplifir hann það sem svik við sanna ást sína á Unu: „Um leið var
hann sáróánægður með sjálfan sig; að hann skyldi dirfast að sakna
13 Um þessa hneigð í enskum bókmenntum má m.a. lesa í bók Janet Todd (1986).
14 Hér má nefna Della Cruscan skáldin sem voru fyrirferðarmikil í breskri ljóðlist
á síðasta áratug átjándu aldar. Um þau má t.d. lesa í grein Jerome J. McGann
(1993: 71-83).
15 Sbr. McGann 1990: 30-31.