Skírnir - 01.04.2011, Page 166
164
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
annarrar konu en Unu. Hann hafði brugðist Unu og sjálfum sér, og
hann vorkenndi sér“ (158).
Fjöllyndi Karls í ástamálum þarf ekki að túlka sem svo að hann
bregðist minningunni um stúlkuna sem hann elskaði í æsku. I
ljóðum Byrons lávarðar (1788-1824) birtist hugmyndafræði til-
finningaskáldskapar einna skýrast af þeim höfundum sem enn eru
lesnir af almennum lesendum. Hetjur hans kasta sér gjarnan í inn-
antóman sollinn, en vita um leið að „þúsund lifandi ástir“ vegi létt
í því hjarta „sem sleppir ekki takinu af hinni látnu“.16 Sukkið verður
að staðfestingu tómleikans, merki um lyndisfestu fremur en rótleysi
í ástamálum. Það þarf ekki að leita tvöhundruð ár aftur í tímann til
þess að finna dæmi um þessa hugmynd. Rétt eins og Florentíno
Aríza, í sögu Gabríels García Marquez, Astin d tímum kólerunnar,
lifir af fimmtíu ára fjarvistir frá Fermínu Daza með því að sofa hjá
sexhundruð tuttugu og tveimur konum,17 reynir Karl að fylla upp
í sautján ára eyðuna í lífi sínu með eitthundrað og tveimur ást-
konum (50). Áður en Karl leggst með konunum slekkur hann öll ljós
í von um að vekja með því upp mynd af hinni glötuðu í huga sér (52)
og hann sefur venjulega ekki oftar hjá þeim en þrisvar (62). Regl-
urnar, sem Karl fylgir af afbrigðilegri einurð, koma í veg fyrir að
hann svíki Unu af huga og hjarta, og til þess að bólfarirnar með ást-
konunum leiði ekki til líkamlegra svika forðast hann einnig full-
nægingu, þar sem slíkt væri einnig „á móti reglunum" (52) og brot
á trúnaðinum við hið sanna ástarviðmið.
Tilfinningaskáldskapur er mótaður af kenningunni um samúð
eða samkennd (e. doctrine of sympathý), sem skipar veigamikinn
sess í hugmyndafræði átjándu og nítjándu aldar. Merkingu sam-
kenndarhugtaksins má skýra á þrjá vegu.18 I fyrsta lagi á líffræði-
16 Lord Byron 1986: 18 („Oh! What are thousand living loves/To that which can-
not quit the dead?“)
17 Marquez 1986: 135-136.
18 Sbr. Roy R. Male ]r., sem hefur líklega skrifað mest um samkenndarhugmyndir
átjíndu og nítjándu aldar. Hér er ekki síst horft til greina hans „Hawthorne and
the Concept of Sympathy" (Male 1953: einkum 138-139) og „Shelley and the
doctrine of sympathy" (Male 1950). Onnur lykilgrein um samkenndarhug-
myndir átjándu aldar er „The Sympathetic Imagination in Eighteenth-Century
English Criticism" eftir Water Jackson Bate (1945).