Skírnir - 01.04.2011, Page 167
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
165
legum forsendum þar sem lækningamáttur ákveðinna efnasam-
setninga er skýrður í ljósi þeirrar samsvörunar sem finna má milli
sjúklings og lyfs. Að baki býr hugmyndin um tengsl allra hluta í
veruleikanum. I öðru lagi mótast samkenndarhugmyndir af fornum
kenningum um dulræn tengsl skyldra huga, þar sem ákveðið
ástand, gott eða illt, getur smitast milli líkra einstaklinga þótt miklar
vegalengdir séu á milli þeirra með hjálp þess sem Abraham Tucker
kallar samstofna útstreymi (e. cognate effluvia).19 Síðast en ekki síst
lögðu siðfræðingar átjándu aldar áherslu á samkenndina í von um að
hrekja „sjálfselskukenningar" Thomasar Hobbes (1588-1679) sem
settar voru fram í Leviathan (1651), en þar er gert ráð fyrir að skyn-
samlegur ótti einstaklingsins við utanaðkomandi hættur stýrði sam-
félagshugmyndum hans fremur en almennar réttlætishugsjónir.
Viðbrögðin við kenningu Hobbes birtust með ýmsu móti í bók-
menntum tímabilsins, jafnt í vasaklútaskáldskap tilfinningabók-
menntanna og heimspekiritum á borð við Treatise of Human
Nature (1739) eftir David Hume (1711-1776) og bók Adams Smith
(1723-1790) Theory of Moral Sentiments (1759). Nýjar vísinda-
kenningar, t.d. í rafsegulfræðum, ýttu enn frekar undir samkennd-
arhugmyndir á nítjándu öld, auk sýnar rómantísku stefnunnar á
alheiminn sem lífræna heild. Tilraunir Galvanis sem gæddi dauða
froska ,lífi‘ með því að hleypa um þá straumi vöktu upp von um að
loks yrði mögulegt að brúa bilið milli lifandi vera og líflausra hluta,
milli huga og efnis.
Þessi tvöhundruð ára gömlu gervivísindi hafa verið endurvakin
í samtímanum í ýmiss konar sjálfshjálparbókum sem beina augum
að samkenndargaldrinum (e. sympathetic magic), en hann gengur
út á órofatengsl hugar og efnis, þar sem einstaklingurinn stillir
19 Sjá Tucker 1831: 226. Nítjándi kafli bókar hans, Ligkt of Nature Pursued, snýr
sérstaklega að samkenndinni. Hugtakið effluvia er venjulega þýtt sem ódaunn
eða bræla, en líklegri merking í þessu samhengi er ósýnilegt útstreymi, blær eða
andi. Bók Tuckers má nálgast á Netinu, sjá: http://books.google.com/books ?id=
QmkrAAAAYAAJ&pg=PA2268dpg=PA226&dq=cognate+effluvia&source=bl
&ots=Cz-YncWIIt&sig=68MnlzLccwKBXbejlM5rNZJIc9A&hl=en&ei=
Ydy2TJfAKMmfOpn27cAJ&sa=X&oi=book_result&ct=result&resnum=2&ved
=0CBgQ6AEwAQ#v=onepage&q=cognate%20effluvia&f=false Sótt 3. október
2010.