Skírnir - 01.04.2011, Page 168
166
GUÐNI ELÍSSON
SKÍRNIR
sjálfan sig og hvað svo sem hann girnist á sömu tíðni í þeim tilgangi
að kalla það til sín út frá svokölluðu lögmáli aðdráttaraflsins. Þekkt-
asta rit þessarar tegundar er líklega Leyndarmálið eftir Rhonda
Byrne sem komið hefur út á íslensku.20 Barbara Ehrenreich hefur
gagnrýnt þessar falskenningar harðlega í bók sinni Bright-Sided,
þar sem hún segir ,jákvæða hugsun' á borð við þá sem Byrne boðar
m.a. hafa leitt til veruleikafirringar innan fjármálageirans, þar sem
sjálfshjálpargúrú þjálfuðu forstjóra í því að draga til sín auðævi með
hugarorkunni einni saman.21
Karl Ástuson er mótaður af hugmyndum um samkenndar-
galdur. Vinnureglur hans eru leið til þess að halda tengslum við ást-
arviðfangið, styrkja samkenndina milli sín og Unu, þrátt fyrir að
hún búi í öðru landi og fjarlægist hann í sífellu í tíma. Onnur leið sem
Karl fer til að nálgast hugmyndina um Unu er að móta allt umhverfi
sitt með þeim hætti að það verði henni þóknanlegt. Hann fellir allt
á báðum heimilum sínum að hennar líklega smekk og gerir það svo
vel að þegar hún kemur þangað fyrst finnst henni eins og hún hafi
„komið hér áður“ (96-97) og valið allt sjálf:
En í fjarlægum, illa lýstum fylgsnum hugans, hafði hann vonast svo inni-
lega eftir Unu að hann hafði unnið að því baki brotnu að gera henni til
hæfis. Kaupa hús sem henni mundi líka. Húsgögn að hennar smekk. Diska
og hnífapör. Enda sagði hún á báðum stöðum: Þetta er eins og ég hafi sjálf
valið þetta.
Og hann svaraði á báðum stöðum: Þú gerðir það. (141)
Samkenndargaldurinn kemur þó hvergi skýrar fram en á lokasíðum
Góða elskhugans. I tónlistarherberginu á Long Island, þangað sem
enginn hefur komið fyrr en Una flytur í húsið (104), er lúin taska þar
sem hann geymir þrjú mikilvægustu minningarblætin: „peysu, bók
og nótnahefti, læst saman í sautján ár svo úr varð galdur í tösku,
galdur sem hann magnaði með því að hugleiða innihaldið tímunum
saman ... Svo öflug aðferð að allt varð undan að láta þegar upp var
staðið, hókus pókus! og tveir, bráðum þrír, lifðu í lukku upp frá
því“ (193).
20 Sjá Byrne 2007.
21 Sjá t.d. Ehrenreich 2009: 65-69 og 177-194.