Skírnir - 01.04.2011, Síða 169
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
167
Með því að handleika í sífellu peysu sem Ástamamma hafði
prjónað á væntanlega sonardóttur, nótnahefti með tangó sem Karl
hafði samið fyrir móður sína (100) og reikningsbók sem Una hafði
hripað í ástarjátningu, særir hann til sín móður, eiginkonu og
dóttur. I sögulok afhendir hann eiginkonunni peysuna, en ástar-
galdurinn hvílir svo þungt á honum að Una má aldrei frétta af bók-
inni þar sem er skrifað „Te amo, Una“ (193). Hann hefur séð til
þess að bókin verði grafin með honum og vonar að Una deyi á
undan sér svo leyndarmálið verði ekki opinberað. Ekki er ljóst
hvort Karl óttist að töfrarnir rofni við það að Una handleiki bók-
ina, en ósk Karls sýnir að minnsta kosti gildi særingarinnar í huga
hans.
Ef þetta væru einu dæmin sem tengdu Góða elskhugann við til-
finningahefðina í vestrænum skáldskap væru þau í besta falli for-
vitnileg, en samkenndarhugmyndir sögunnar skjóta mun dýpri
rótum. Þar sem samkennd ríkti fyrst og fremst með líkum hugum
voru skáld á síðari hluta átjándu aldar og á rómantíska skeiðinu
upptekin af skyldleika elskenda. Mátti hugsanlega skýra óvanalega
rík tengsl sem merki um falin innvensl (e. endogamy), vísbendingu
um systkinaástir?22 Þetta er viðfangsefni skáldsagna Christops
Martins Wieland (1733-1813), Sympathien (1756) og Geschichte des
22 Hugtökin innvensl og útvensl eru notuð í mannfræði til að skilgreina makaval
innan og utan ættflokks, þær margbreytilegu og oft flóknu reglur sem þjóðfélög
hafa sett fram til að ákvarða hvaða makar séu „innan“ fjölskyldunnar og því
forboðnir og hverjir séu „utan“ og því tiltækir eða lausir. Flest þjóðfélög setja
einnig fram reglur um hversu langt út fyrir hópinn hægt sé að sækja maka. Þar sem
tungumál, landsvæði, húðlitur og trúarbrögð skilja „okkur“ of mikið frá „hinum"
voru slík makaskipti lengi álitin óæskileg eða jafnvel bönnuð. Að sama skapi hafa
of mikil og of lítil tengsl elskenda gjarnan verið efniviður í skáldskap. Nægir þar
að nefna ensku endurreisnina sem dæmi þar sem algengt var að lýsa forboðnum
systkinaástum, en þekktasta leikritið er líklega ‘Tis Pity She's a Whore eftir John
Ford. Sifjaspellsminnið kemur einnig fram í öðrum myndum og nægir þar að
minna á túlkun Freuds á sambandi Hamlets og móður hans, Geirþrúðar, í Hamlet
Shakespeares. Á hinum enda ássins eru svo sambönd elskenda sem vegna ætternis
eða annarrar óyfirstíganlegrar aðgreiningar er ekki skapað nema að skilja. Verk
sem glíma við þetta viðfangsefni eru t.d. Spœnski harmleikurinn eftir Thomas Kyd
og Hertogafrúin af Malfi eftir John Webster þar sem ættgöfgi elskendanna er
ólík, en í Óþelló Shakespeares er vandinn litarháttur hins þeldökka mára sem
verður ástfanginn af Feneyjamærinni Desdemónu.