Skírnir - 01.04.2011, Page 173
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
171
Manfreð.
Hún líktist mér að andlitssvip og augum,
að hári, lit og látum; jafnvel málið,
hver raddarómur þótti eftirmynd mín,
en blíðkað alt og temprað tærri fegurð.
Hún hafði djúpa hugsun líkt og eg,
einveruhug og fýsn til fólgnar speki,
og sál, er vildi sigra alla hluti,
en þar að auki marga milda kosti:
meðaumkunn, bros og tár — sem eg átti aldrei; —
og blíðu — hún var eins hjá mér — til hennar, —
og auðmýkt — hana hef eg aldrei þekt;
minn var hver brestur, hennar hver einn kostur;
eg unni henni og varð hennar bani.
Dís.
Með eigin hendi?
Manfreð.
Ei með hönd, en hjarta,
svo hennar sprakk, það horfði inn í mitt
og visnaði.26
Ólíkt Astarte færir Doreen Ash tilfinningar sínar í orð og tekur í það
570 síður. Astarte í leikriti Byrons er meira eins og þögull drif-
kraftur textans, fjarverandi afl sem öll framvinda verksins hverfist
um. Að því leyti minnir hún á Unu sem nýtur sín best þegar hún er
ekki til staðar. Ulfhildur Dagsdóttir lýsir því svo: „orðin hljóðna
þegar fjallað er um Unu, en hljóða þegar Doreen Ash kemur við
sögu. Allt í kringum Doreen er kraftmikið, meðan nærvera Unu
dempar textann".27 Munur kvennanna tveggja birtist á táknrænan
hátt í þeirri ákvörðun Karls að skíra dóttur sína í höfuðið á móður
sinni og ástkonu: „Ásta Doreen Karlsdóttir, Ásta Doreen Ástuson,
Ásta Doreen Ash“ (200). Hér kemur Una hvergi nærri og útþurrk-
26 Byron lávarður 1938: 68.
27 Úlfhildur Dagsdóttir 2010: 133.