Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 175
SKÍRNIR
SKORTSALI ÁSTARINNAR
173
myndum samkenndar eða samúðar í enskri bókmenntasögu.28 í upp-
hafi annarrar kviðu fyrstu bókar er riddarinn vélaður af illum öflum
til þess að yfirgefa hana og hann endurheimtir ekki sannleikann aftur
fyrr en í endurfundunum undir lok áttundu kviðu, þegar Una opin-
berar fyrir honum að Duessa, konan hann hann hefur fylgt frá því að
hann yfirgaf Unu, er í raun norn í dulargervi. Konan sem riddarinn bast
tryggðarböndum er því ekki raunveruleg og undir lok tólftu kviðu
heitir riddarinn því að ganga að eiga Unu. Þau munu kvænast að sex
árum liðnum þegar þjónustu riddarans við álfadrottninguna er lokið.
Þó að nafn Doreen Ash hafi ekki sama bókmenntasögulega vægið
og nafn Unu, hefur það víðar allegórískar skírskotanir. Doreen er
dregið af Dora (ðcöpov, doron) sem merkir á grísku ,gjöf‘, og það er
einmitt út frá gjöfinni sem Doreen er að lokum skilgreind, en Karl
kallar hana „lífgjafa“ þegar hann stendur við gröf hennar (198).
Nafnið Ash er flóknara, en það er einnig nafn föðurættar Karls.
Nafnið vísar til trjátegundarinnar Asks og er því sem slíkt áhugavert
upprunaheiti, þar sem Askur er hinn fyrsti maður í norrænni goða-
fræði.29 En í nafninu búa aðrir forvitnilegir merkingaraukar. Aska
er samkvæmt franska goðsögugreinandanum Claude Lévi-Strauss
eitt af þeim miðlunartækjum sem er ætlað að brúa bilið milli lífs og
dauða. Askan á í goðsögum að sætta að því er virðist ósættanlega
þversögn andstæðuparsins, þar sem hún svífur miðja vegu milli
eldstæðis (á gólfi) og þaks (ímyndar himinhvolfsins).30 Að sama
skapi virðist dauði Doreen Ash opna augu Karls fyrir lífinu, jafnt
fortíð sinni sem framtíð, og því sem hann hefur eignast í Unu og
væntanlegri dóttur sinni (194-200). Síðast en ekki síst má tengja
sjálfsmorð Doreen (166 og 183-84) ættarnafninu, en í samræðu-
hópnum a.s.h. (alt.suicide.holiday) sem er raunverulega til á Netinu,
spjalla einstaklingar saman um allt sem tengist sjálfsvígum. Ættar-
nafnið Ash miðlar því í senn upphafi (Askur) og endi (a.s.h.).31
28 Male 1950: 190.
29 Það er skemmtileg tilviljun að hetjurnar Philip Adams og Karl Askur, sem ég bar
saman á upphafssíðu þessarar greinar, skuli báðir vera kenndir við hina fyrstu menn.
30 Sjá Lévi-Strauss 1991: 75.
31 Hér má einnig nefna moldunarbænina þekktu úr The Book of Common Prayer
þar sem orðin „earth to earth, ashes to ashes, dust to dust“ koma fyrir.