Skírnir - 01.04.2011, Blaðsíða 181
SKÍRNIR
SJÖTUGUR BÓKMENNTAFRÆÐINGUR ...
179
Örn nefnir þrennt í því sambandi. 1) Að ég geti þess að hann telji kvæðið
ekki til súrrealisma en tilgreini ekki rök hans. — Því er til að svara að þau
voru mínum málflutningi óviðkomandi; ég lýsti því að menn hefðu yfir-
leitt tekið góð og gild þau orð skáldsins að kvæðið væri af súrrealískum
toga en nefndi tvær undantekningar: Örn og Kristján Árnason. 2) Þá bendir
Örn á að ég minnist á „Síðdegi skógarpúkans“ eftir Mallarmé í sambandi
við „Únglínginn“ en geti þess ekki að það hafi hann einnig gert. Rétt er
það, en Örn lætur þess hinsvegar ógetið að sjálfur taldi hann „ekki ólík-
legt“ að Halldór hefði haft það kvæði í huga við samningu „Únglíngsins"
en ég tel aftur á móti „ósennilegt" að Halldór hafi þekkt kvæðið. Hvort-
tveggja er að kvæðin eru afar ólík og að Mallarmé var í lægð í Frakklandi
um það leyti sem Halldór gaf sig einkum að frönskum skáldskap. 3) Þá mis-
líka Erni þau orð mín að bók hans Seiðblátt hafið sé „ekki ætlað að vera
„tæmandi" úttekt" á symbólisma í íslenskri ljóðlist. I því fólst engin gagn-
rýni af minni hálfu; ég tók svo til orða einungis af því að ég var að skrifa um
kvæði þar sem sjá má spor symbólisma en Örn fjallar ekki um í bókinni.
En seint verður sagt að Örn geri sér far um að vera samkvæmur sjálfum
sér. Hann finnur að því að ég vitni ekki í niðurstöður hans sem skyldi en
víkur naumast orði að minni grein um „Únglínginn" — sem virðist þó til-
efni andmælanna — nema í því skyni að benda á þessar vanrækslusyndir
mínar. Þó eru ýmsar nýjar áherslur í greininni. Til að mynda leiði ég rök að
því —
• að kvæðið sé hvorki expressjónismi né súrrealismi heldur beri ýmis
einkenni symbólisma,
• að HKL hafi ekki heyrt súrrealismans getið þegar hann yrkir kvæðið
og kynnir það fyrst, og að lýsing hans á expressjónismanum við
frumbirtingu þess sé lýsing á allt öðru fyrirbæri en þýsku stefnunni
sem svo er nefnd,
• að orðræðugreining leiði annars vegar í ljós ýmsa fasta symbólísks
skáldskapar en auk þess ýmis sérkenni í málnotkun Halldórs: leik,
tilfyndni, sundurgerð, fágun,
• að kvæðið sé ljóðleikur, hlíti lögmálum dramans, og það skýri
óvenjulega byggingu þess,
• að áhrifavaldar um ljóðlist Halldórs á æskuárunum fram yfir „Úng-
línginn" séu upphaflega skáld á Norðurlöndum (t.d. Sigbjorn Obst-
felder) og seinna frönsk skáld, Apollinaire, Max Jacob og súrreal-
istarnir,
• að túlkunarvandi kvæðisins sé einkum í því fólginn að skýra breyt-
inguna frá hinum ástleitna unglingi til persónugervings skógarins,