Skírnir - 01.04.2011, Page 185
SKÍRNIR
STJ Ó RNLAGARÁÐ í UMBOÐI HVERS ?
183
Frumvarp um stjórnlagaþing
í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar stóðu Islendingar frammi fyrir því
vali að gera nauðsynlegar breytingar á þágildandi stjórnarskrá, sem Kristj-
án IX hafði fært íslendingum árið 1874, eða að setja sér nýja íslenska stjórn-
arskrá frá grunni. Jónas Jónsson frá Hriflu hreyfði þeirri hugmynd árið
1941 að halda skyldi stjórnlagaþing til að ákveða hvernig standa ætti að
lýðveldisstofnuninni. í hans huga yrði slíkt þing tengt við Þjóðfundinn sem
haldinn var 1851. Ekkert varð þó úr þessum hugmyndum og svo fór að
einungis voru gerðar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni til þess að
mæta lýðveldisstofnun, en heildarendurskoðun látin bíða betri tíma. Síðan
hafa nokkrar atrennur verið gerðar af Alþingi til að ráðast í heildarend-
urskoðun stjórnarskrárinnar en þær hafa jafnan runnið út í sandinn þótt
vissulega hafi ákveðnum hlutum stjórnarskrárinnar verið breytt í áranna
rás.1
I kjölfar bankahrunsins hófst enn á ný umræða um mikilvægi end-
urskoðunar stjórnarskrárinnar, en reyndar gengu sumir lengra og töldu
þörf á að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.2 Frumvarp til stjórn-
skipunarlaga var lagt fram vorið 2009 þar sem lagðar voru til nokkrar breyt-
ingar á stjórnarskránni auk þess sem að kosið yrði til stjórnlagaþings sem
ætlað væri að semja nýja stjórnarskrá lýðveldisins eins og sagði í greinar-
gerð með frumvarpinu.3 Þar var gert ráð fyrir að forseti íslands skyldi boða
til stjórnlagaþings þjóðkjörinna fulltrúa og að það myndi starfa í tæp tvö ár,
frá 1. desember 2009, og ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011. Megin-
hugmyndin var að fá fulltrúa almennings til setu á þinginu og skapa vett-
vang sem væri í ákveðinni fjarlægð frá stjórnmálaflokkunum og voru því
ráðherrar og þingmenn samkvæmt tillögunum ekki kjörgengir.
Með þátttöku almennings og utanaðkomandi aðila að endurskoðun-
inni var undirstrikað að allt vald væri komið frá þjóðinni enda þótt þess sé
ekki beinlínis getið í núgildandi stjórnarskrá, en þar er ekki gert ráð fyrir
beinni aðkomu almennings að stjórnarskrárbreytingum. Þá hefur blasað
við sú staðreynd að þingmönnum hefur ekki lánast að ljúka heildarend-
1 Sjá til dæmis grein Ágústar Þórs Árnasonar, „Stjórnarskrárfesta“, Skírnir, 173. ár,
1999, þar sem eru rakin í neðanmálsgrein helstu atrennur og skrif um heildarend-
urskoðun stjórnarskrárinnar frá lýðveldisstofnun utan nefndar sem Jón Krist-
jánsson stýrði á árunum 2005-2007.
2 Njörður P. Njarðvík, „Nýtt lýðveldi", Fréttablaðið, 14. janúar 2009.
3 Sjá Frumvarp til stjórnskipunarlaga, lagt fram á 136. löggjafarþingi 2008-2009,
þskj. 648 - 385. Mál, bls. 22. http://www.althingi.is/altext/136/s/0648.html