Skírnir - 01.04.2011, Page 186
184
SALVOR NORDAL
SKÍRNIR
urskoðun stjórnarskrárinnar, einkum þeim þáttum hennar sem snúa að
stjórnskipaninni sjálfri, svo sem stöðu og hlutverki ráðherra, Alþingis og
forseta Islands. Líklega skiptir þar miklu að Alþingi er hluti af því valdakerfi
sem stjórnarskráin á að setja skorður og þess vegna er það ekki sjálfgefið að
þingið og þingmenn geti með góðu móti endurskoðað þessa þætti. Loks
hefur oft verið bent á að stjórnarskráin hafi ekki verið almenningi hjart-
fólgin í áranna rás og hún sjaldan verið hluti af almennri umræðu. I grein-
argerð með frumvarpi um stjórnlagaþing er því beinlínis haldið fram að
„raunveruleg lýðræðisleg umræða [hafi] aldrei farið fram hér á landi um
það hvernig beri að haga þessum málum [þ.e. grundvallarreglum stjórn-
skipulags] á Alþingi íslendinga".4 Þetta er athyglisverð fullyrðing í ljósi
þess að nánast hver einasti kosningabær maður greiddi stjórnarskránni
atkvæði sitt við lýðveldisstofnunina árið 1944. Af einhverri ástæðu hefur al-
menningur samt sem áður ekki sýnt henni þá virðingu og þann áhuga sem
henni ber, hvort sem það stafar af því að hún var upphaflega færð íslend-
ingum að gjöf frá erlendu valdi; almennu áhugaleysi um undirstöðureglur
og gildi þjóðarinnar eða einfaldlega vegna þess að hún hafi þjónað tilgangi
sínum vel og því hafi almenningur ekki haft ástæðu til að hafa miklar
áhyggjur af henni.
I upphaflegu frumvarpi um stjórnlagaþingið vorið 2009 var gert ráð
fyrir samráði milli stjórnlagaþings og Alþingis áður en frumvarp til nýrrar
stjórnarskrár yrði lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu og skyldi þjóðin þá kjósa um
nýja stjórnarskrá með bindandi niðurstöðu, eða eins og það var orðað:
,,[F]rumvarp að nýrri stjórnarskrá skal lagt undir atkvæði allra kosninga-
bærra manna í landinu í leynilegri kosningu til samþykktar eða synjunar.
Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25
af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta íslands og
er það þá gild stjórnskipunarlög."5 Þetta ákvæði, auk annarra, olli tals-
verðum deilum á Alþingi enda ekki í samræmi við ákvæði núgildandi
stjórnarskrár og fóru leikar svo að frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á
þinginu.
Þegar frumvarpið var lagt fram að nýju á 138. löggjafarþingi haustið
2009, af meirihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafði því verið breytt í
ráðgefandi þing, „enda skortir heimild í stjórnarskrána um annað“ eins og
segir í greinargerð með frumvarpinu.6 Þá hafði starfstími stjórnlagaþings
4 Sama, bls. 25.
5 4. grein frumvarpsins.
6 Greinargerð með frumvarpi til laga um stjórnlagaþing. Þskj. 168 - 152. mál, bls 9.
http://www.althingi.is/altext/138/s/0168.html