Skírnir - 01.04.2011, Page 192
190
SALVOR NORDAL
SKÍRNIR
„rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækjum".13 Þessi hefð kemur
oftar en ekki í veg fyrir skynsamlega greiningu á álitaefnum og að reynt sé
að leysa djúpstæðar deilur. Umræðan um stjórnarskrána á síðustu miss-
erum hefur ekki farið varhluta af þessu eins og að framan er rakið. Vegna
fjölda þeirra sem buðu sig fram til setu á stjórnlagaþingi má nefna að
umræðan í aðdraganda kosninganna var slagorðakennd og gjarnan í formi
yfirborðslegra skoðanakannana þar sem frambjóðendur voru með ein-
földum hætti beðnir að gefa upp afstöðu sína til grundvallaratriða í stjórn-
arskrá íslands. Þannig var spurt hvort viðkomandi væri hlynntur eða
andvígur þjóðaratkvæðagreiðslum, málskotsrétti forseta, jöfnun atkvæða,
afstöðu til þjóðkirkjuákvæðis, auðlinda, setu ráðherra á þingi og þannig má
áfram telja. Augljóslega er ekki hægt að svara slíkum grundvallarspurn-
ingum með einföldu „já“ eða „nei“ eða segja hvort maður sé mjög eða lítið
hlynntur slíkum tillögum. Svörin gátu því ekki gefið neina raunverulega
mynd af skoðunum þeirra sem svöruðu. Með því að spyrja um flókin álita-
mál með þessum hætti var verið að einfalda þær grundvallarspurningar sem
stjórnlagaráði er ætlað að fjalla um og svörin ekki til þess fallin að efla skyn-
samlega umræðu um þessi vandasömu verkefni.
Miklu skiptir að umræða um sameiginleg hagsmunamál okkar séu
færðar út úr slíkri slagorðakeppni eða flokkadráttum yfir í raunverulega
greiningu á þeim vandamálum sem við er að glíma. í mínum huga hefur starf
stjórnlagaráðs mikilvægu hlutverki að gegna við að efla lýðræðislega
umræðu um málefni stjórnarskrárinnar og þau gildi sem hún hvílir á. Stjórn-
lagaráði er ætlað að starfa að stórum hluta fyrir opnum tjöldum í gagnvirku
sambandi við almenning. Þannig eru ráðsfundir sendir út á Netinu, tillögur
og umræður aðgengilegar á vefsíðu ráðsins og getur almenningur lagt fyrir
ráðið tillögur og tjáð álit sitt á verkefnum þess. Þessi aðferð er þó ekki
vandalaus og er það til að mynda vel þekkt að fólk á oft erfiðara með að
skipta um skoðun þegar það hefur lýst henni yfir opinberlega en ef væri í
lokuðum umræðum.14 Fyrir stjórnlagaráðið er það því mikil áskorun að
takast á við svo vandasöm málefni fyrir opnum tjöldum og gerir miklar
kröfur til þess um heilindi í skoðanaskiptum.
13 Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, Siðferði og starfs-
hœttir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008, 8. bindi skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, bls. 184.
14 Reynir Axelsson, fjallaði um þennan mikilvæga þátt í fyrirlestrinum „Hvað er
stjórnarskrá?” sem hann flutti á málþingi í Skálholti 28. ágúst 2010. Þar sagði
hann m.a. frá því hvernig hinir vísu feður sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkj-
anna hafi haldið fundum sínum lokuðum og leynilegum einmitt af þessari ástæðu.