Skírnir - 01.04.2011, Side 193
SKÍRNIR
STJ ÓRNLAGARÁÐ í UMBOÐI HVERS ?
191
Hinn merki stjórnmálaheimspekingur Hannah Arendt fjallaði á áhuga-
verðan hátt um stöðu stjórnmála og stjórnmálaflokka í heimspekiritum
sínum. Þar lagði hún áherslu á virka þátttöku borgaranna í umræðu um
sameiginleg mál sín og taldi mikilvægt að endurvekja hinn opinbera vettvang
þar sem ætti sér stað virk lýðræðisleg umræða borgaranna um hagsmuna-
mál sín.15 Hún vildi þannig aðgreina stjórnmál með þátttöku borgaranna frá
stjórnmálaflokkum sem hefðu of mikla tilhneigingu til að gæta sérhags-
muna. Starf stjórnlagaráðs getur, ef vel tekst til, orðið vísir að lýðræðislegri
umræðu í anda þeirrar sem Arendt lýsir. Að borgarar sýni með virkri þátt-
töku áhuga á málefnum stjórnarskrárinnar, grundvallargildum okkar og
stjórnskipun, að þar eigi sér stað rökræða sem leitist við að kryfja álitaefnin
á skapandi og rökvísan hátt. Því má með nokkrum sanni segja að stjórn-
lagaráð sé tilraun til að skapa opinberan vettvang í anda Hönnuh Arendt,
þar sem borgararnir eru virkjaðir til þátttöku óháð atvinnustjórnmálum,
enda sitji þar einstaklingar sem hafa verið valdir á eigin forsendum en ekki
forsendum stjórnmálanna.
Niðurlag
Með útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem að sönnu er áfell-
isdómur yfir mörgum þáttum okkar samfélags, ekki síst íslenskri stjórn-
málamenningu, væntu margir að verulegar breytingar yrðu á umræðu og
vinnubrögðum í íslensku samfélagi. í skýrslunni var lýst vanda lítillar
þjóðar við að takast á við stóra og flókna atburði, skorti á faglegum vinnu-
brögðum við mótun stefnu í stórum málaflokkum og illa undirbúnum
umræðum og lagasetningu af hálfu Alþingis, þar sem gjarnan er gengið gegn
ráðum þeirra sérfræðinga sem kallaðir eru til. Sú þrönga lagahyggja sem
þar er gagnrýnd á sér að hluta til rætur í skorti á vitund um þau markmið
og þann grunn sem lögin standa á. Miklu skiptir því að hin lýðræðislega
umræða um breytingar á stjórnarskránni snerti þau grunngildi sem þau
hvíli á en séu ekki afgreidd með tæknilegum hætti eða einföldu „já“ eða
„nei“.
Óhætt er að segja að aðdragandinn að skipun stjórnlagaráðs sé enn eitt
dæmið um það hvernig illa ígrundaðar ákvarðanir og lagasetningar geta
valdið deilum og því ekki til þess fallið að auka tiltrú á getu stjórnmálanna til
15 Hannah Arendt, The Human Condition, Chicago University Press, 1958, og Af
ást til heimsins. Um kreppu stjórnmála, heimspeki, alræði og illsku, ritstjóri
Sigríður Þorgeirsdóttir. Heimspekistofnun, Háskólaútgáfan 2011.